Sveitarstjórn

158. fundur 23. september 2025 kl. 14:00 - 15:40 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Gestur J. Jensson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofurstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Gautsstaðir - Umsókn um byggingarheimild - skipulagsmál - S2509009

 

Erindi frá eigendum að lóðinni L152889 þar sem sótt er um að byggja geymsluskúr. Ekki er deiliskipulag í gildi á svæðinu og því óskar byggingarfulltrúi umsagnar sveitarstjórnar um erindið.

 

Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina samþykkir sveitarstjórn að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

2.

Vaðlaborgir B - íbúðarbyggð - beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag - S2505013

 

Sveitarstjórn veitti áður heimild til að vinna deiliskipulag fyrir Vaðlaborgir B og samþykkti skipulagslýsingu sem var send í kynningu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma er nú lokið og bárust 6 erindi á kynningartímabilinu. Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi.

 

Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnum sem bárust við skipulagslýsingu á skipulagsráðgjafa og að unnið verði að tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið. Sveitarstjórn leggur áherslu á að við skipulag íbúðarbyggðar og frístundabyggðar í sveitarfélaginu svo og við undirbúning að byggingu stakra húsa skuli gerð grein fyrir fráveitumálum í samræmi við lög og reglugerðir og þess gætt að rotþróm og síubeðum verði þannig fyrir komið að ekki valdi óþægindum eða skaða með lykt eða sigvatni. Á nýjum byggingarsvæðum skal leitast við að sameina fráveitu í stærri rotþrær.

 

   

3.

Húsnæðismál skóla í Svalbarðsstrandarhreppi - S2306011

 

Þröstur Sigurðsson frá Opus verkfræðistofu mætir á fundinn.

 

Þröstur kynnti fyrir sveitarstjórn og skólastjórnendum drög af teikningum af stækkun á leikskólanum Álfaborg. Sveitarstjórn er ánægð með framlagðar teikningar.

 

   

4.

Bréf til sveitarstjórnar - S2509010

 

Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu íslands.

 

Erindi lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Fundargerðir stjórnar SSNE - S2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

6.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - S2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 312 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - S2201013

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 984 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - S2102019

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags nr. 300 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - S2204002

 

Fundargerð skólanefndar Tónlistaskóla Eyjafjarðar nr. 151 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir HNE - S2208016

 

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands nr. 243 lögð fram til kynningar.

 

Sveitarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun Heilbrigðisnefndar:

Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að fyrirhugaðar breytingar á regluverki og skipulagi opinbers
eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum verði unnar í nánu samráði og sátt við
sveitarfélögin. Mikilvægt er að áfram verði tryggð öflug nærþjónusta og þekking á staðbundnum
aðstæðum. Heilbrigðisnefnd telur að slíkt fyrirkomulag sé forsenda þess að breytingarnar nái
markmiðum sínum um skilvirkt, samræmt og traust opinbert eftirlit um allt land.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:40.