Sveitarstjórn

159. fundur 14. október 2025 kl. 14:00 - 14:20 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson. skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Aðalskipulag Þingeyjarsveitar - Umsagnarbeiðni auglýsingu tillögu - S2509013

 

Erindi, Unnið er nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Sameiningin átti sér stað árið 2022 og í nýju aðalskipulagi er samræmd stefna landnotkunar fyrir landsvæði sem nær yfir 12% af Íslandi.
Þingeyjarsveit hefur óskað eftir umsögn þinni við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Þingeyjarsveitar, nr. 0881/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt aðalskipulag)

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir ekki athugasemd við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar, nr. 0881/2023.

 

   

2.

Þátttaka í Farsældarráði Norðurlands eystra - S2510001

 

Erindi frá SSNE, Fyrir sveitarstjórn liggja skjöl frá SSNE til umfjöllunar og samþykktar sem hluti af stofnun svæðisbundins farsældarráðs Norðurlands eystra, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann í ráðið, sbr. 2. gr. samstarfssamnings og starfsreglur ráðsins. Æskilegt er að fulltrúar séu stjórnendur sem eru með góða tengingu við stjórnsýslu og nefndir sveitarfélagsins ásamt því að þeir komi frá sviði velferðar- og/eða fræðslumála, enda gegnir ráðið lykilhlutverki í stefnumótun, samhæfingu og forgangsröðun aðgerða um farsæld barna í landshlutanum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða starfsreglur Farsældarráðs Norðurlands eystra, skipurit Farsældarráðs Norðurlands eystra og samstarfssamning um svæðisbundið farsældarráð Norðurlands eystra.
Sveitarstjórn skipar Maríu Aðalsteinsdóttir sem aðalmann og Guðrún Hallfríður Björnsdóttir sem varamann í svæðisbundið farsældarráð.

 

   

3.

Kvennaathvarf á Akureyri - S2006009

 

Erindið frá Kvennaathvarfinu á Akureyri, óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að leigu húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið á Akureyri ásamt öðrum sveitarfélögum á svæðinu.

 

Sveitarstjórn samþykkti erindið og mun hlutur Svalbarðsstrandarhrepps verða kr. 69.441,- á árinu 2026.

 

   

4.

Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands - S1407044

 

Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.

 

Erindi lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Húsnæðismál skóla í Svalbarðsstrandarheppi - S2306011

 

Fyrir fundinum liggja teikningar af stækkun Álfaborg leikskóla frá Opus verkfræðistofu.

 

Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að hefja vinnu við fjárhagsáætlun vegna stækkunar á Álfaborg leikskóla og breytinga á húsnæði skrifstofu og þeim hluta er Valsárskóli hefur afnot af í sama húsnæði.

 

   

6.

Viðaukar 2025 - S2503008

 

Fyrir fundinum liggur viðauki 04 lagður fram af skrifstofustjóra til samþykktar sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka 04 við fjárhagsáætlun 2025 í kjölfar nýútgefnar staðgreiðsluáætlunar og uppfærðar útkomuspár. Viðaukin gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 93.254.567 kr. og handbært fé í árslok 2025 verði 79.749.567 kr.

 

   

10.

Skólanefnd - 34 - 2508006F

 

Fundargerð 34. fundar skólanefndar lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - S2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 314 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir stjórnar SSNE - S2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 76 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - S2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr 100 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

Leifshús L152907 - Breyting og viðbygging hlöðu og fjárhúss - 2504017
Erindi dagsett 22.08.2025 þar sem Stefán Tryggvason sækir um breytingar á áður
samþykktum teikningum af breytingu hlöðu og fjárhúsi í listasmiðju. Innkomnar
teikningar eftir Brynjólf Árnason.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Vaðlaklif 4 - Umsókn um byggingarleyfi - S2509001
Erindi dagsett 02.09.2025 þar sem Vilberg Grímur Helgason sækir um byggingaráform og
byggingarleyfi fyrir Einbýlishúsi á lóðinni Vaðlaklif 4, Svalbarðsstrandarhreppi.
Innkomnar teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

Leifshús - skemma 2022 - 2208002
Erindi dagsett 16.09.2025 þar sem Stefán Tryggvason sækir um breytingu á teikningum
fyrir skemmu á lóðinni Leifshús, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá
Brynjólfi Árnasyni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Bakkatún 13 - Umsókn um byggingarleyfi - S2508008
Erindi dagsett 18.08.2025 þar sem Friðrik Heiðar Blöndal sækir um byggingaráform og
byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Bakkatún 13, Svalbarðsstrandahreppi.
Innkomnar teikningar eftir Harald Sigmar Árnason.
Skipulags og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.