Sveitarstjórn

160. fundur 28. október 2025 kl. 14:00 - 14:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Gestur J. Jensson
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson Skipulags- og byggingafulltrúi Eyjafjarðar
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Vaðlabyggð 11-14 - Framkvæmdaleyfi til jarðvegsskipta - S2510007

 

Erindi frá Stefáni Þengilssyni, fyrir hönd Ísrefs ehf., þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsskipta á lóðunum nr. 11 - 14 í Vaðlabyggð.

 

Erindið er frá Eignarhaldsfélaginu Hafnarfeðgum ehf. og leiðréttist hér með í bókun.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Eignarhaldsfélaginu Hafnarfeðgum ehf. framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsskipta á lóðunum nr. 11-14 í Vaðlabyggð, í samræmi við framlögð gögn. Framkvæmdir skulu unnar í samráði við Norðurorku og aðra viðeigandi veituaðila. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið skv. 11. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

 

   

2.

Kotabyggð 7 - Umsókn um byggingarheimild - S2509012

 

Erindi frá Höfðahúsi-íbúðarleigufélagi ehf. þar sem sótt er um byggingarheimild fyrir stækkun á íbúðarhúsi í Kotabyggð 7, L192784. Meðfylgjandi eru teikningar unnar af Erro Hönnun.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimilt verður að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

3.

Bakkatún 44 breyting á deiliskipulagi - S2503005

 

Erindi frá Jökuley ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bakkatún 44. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða, aukið byggingarmagn og stækkun byggingarreits.

 

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

   

4.

Boð á haustþing SSNE 2025 - S2510008

 

Erindi frá SSNE, boð á haustþing sem haldið verður rafrænt 29. október nk.

 

Erindi lagt fram. Anna Karen Úlfarsdóttir og Gestur Jónmundur Jensson verða fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps á fundinum.

 

   

5.

Samningur um barnaverndarþjónustu - S2303001

 

Erindi frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu ellefu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, tekinn til fyrri umræða.

 

Samningur um barnaverndarþjónustu tekinn til fyrri umræðu. Samningnum er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

   

6.

Kynningarbréf til stofnfélaga - S2510009

 

Erindi frá Menningarfélaginu Hof ses, bréf til stofnaðila félagsins varðandi fyrirhugaða sameiningu félagsins við Menningarfélag Akureyrar ses. ásamt fylgigögnum.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða sameiningu og felur sveitarstjóra að undirrita samning.

 

   

7.

Fjárhagsáætlun 2026-2029 - S2508004

 

Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2026, auk fjögurra ára áætlun fyrir árin 2026-2029.

 

Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun 2026 og fjögurra ára áætlun 2026-2029 til seinni umræðu sem er áætluð föstudaginn 28. nóvember nk.

 

   

8.

Fundargerðir Molta ehf - S2411004

 

Fundargerð stjórnar Moltu nr. 116 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - S2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 101 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál tekið fyrir tengt Svalbarðsstrandarhreppi.

Gautsstaðir - Umsókn um byggingarheimild - S2509008
Erindi dagsett 11.09.2025 þar sem 1100 ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi
fyrir birgðageymslu á lóðinni Gautsstaðir L152889, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu
fylgja uppdrættir frá Almari Eggertssyni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - S2201013

 

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 985 og 986 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

11.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - S2102019

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags nr. 301 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

12.

Trúnaðarmál - S2510010

 

Trúnaðarmál.

 

Bókun færð í trúnaðarbók.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45.