Sveitarstjórn

161. fundur 11. nóvember 2025 kl. 14:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Fannar Freyr Magnússon skirfstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Helgafell - Umsókn um byggingarheimild - S2511001

 

Erindi frá Alkemia ehf., þar sem óskað er eftir byggingarheimild á Helgafelli vegna gistirýma.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veitt verði heimild fyrir auka gistirými. Erindið telst óverulegt og verður afgreitt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

2.

Bakkatún 44 og 46 - breyting á deiliskipulagi - S2503005

 

Erindi frá Jökuley ehf, mál er frestað var á 153. fundi sveitarstjórnar þann 24. júní 2025, óskað er eftir fjölgun íbúða á lóð í Bakkatúni 46.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið sem óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skal fallið frá grenndarkynningu, sbr. 3. mgr. 44. gr. sömu skipulagslaga. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að uppfæra gögn skv. umræðum á fundinum.

 

   

3.

Rammahluti aðalskipulags 1082/2023 - S2211008

 

Fyrir fundinum liggur svar Skipulagsstofnunar við auglýstri tillögu við rammahluta aðalskipulags. Skipulagshönnuður kemur inn á fundinn og fer yfir svar Skipulagsstofnunar með sveitarstjórn.

 

Lagt fram til kynningar, sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að hafa umsjón með áframhaldandi vinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

4.

Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar - Umsagnarbeiðni - S2511004

 

Erindi, Eyjafjarðarsveit óskar umsagnar Svalbarðsstrandarhrepps um skipulagstillögu sem nú er í auglýsingu, breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018?2030 vegna Bakkaflatar athafnasvæðis. Breytingin felur í sér endurskoðun á landnotkun og afmörkun svæðis fyrir atvinnustarfsemi á Bakkaflöt.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.

 

   

5.

Markaðsstofa Norðurlands - S2002003

 

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, óskað eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N.

 

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 um sem nemur 500 kr. per íbúa.

 

   

6.

Samningur um barnaverndarþjónustu - S2303001

 

Erindi frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu ellefu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, tekin til síðari umræðu.

 

Síðari umræðu lokið. Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann.

 

   

7.

Kynning á nýrri gjaldskrá frá 1. janúar 2026 - S2511002

 

Erindi frá Moltu ehf, varðandi breytingar á gjaldskrá og skilmálum félagsins sem taka gildi 1. janúar 2026.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

Erindi vegna bókarinnar Byggðir og bú. - S2511003

 

Erindi frá Búnaðarsambandi S-Þingeyinga, óskað eftir stuðningi vegna útgáfu bókarinnar Byggðir og bú 2025 (Búkolla)

 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar Byggðir og bú um 150.000 kr. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - S2201013

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 987 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Sveitarstjórn - lausn frá störfum - S2009010

 

Erindi frá Gesti J. Jenssyni, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps frá og með fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2025.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Gesti J. Jenssyni lausn frá störfum út kjörtímabilið. Gestur tók fyrst sæti í sveitarstjórn eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2018, hann var oddviti sveitarstjórnar frá 2018 - 3. júní 2025 og varaoddviti 3. júní 2025 - 11. nóvember 2025.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.