Dagskrá:
|
1. |
Helgafell - Umsókn um byggingarheimild - S2511001 |
|
|
Erindi frá Alkemia ehf., þar sem óskað er eftir byggingarheimild á Helgafelli vegna gistirýma. |
||
|
Sveitarstjórn samþykkir að veitt verði heimild fyrir auka gistirými. Erindið telst óverulegt og verður afgreitt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
|
|
||
|
2. |
Bakkatún 44 og 46 - breyting á deiliskipulagi - S2503005 |
|
|
Erindi frá Jökuley ehf, mál er frestað var á 153. fundi sveitarstjórnar þann 24. júní 2025, óskað er eftir fjölgun íbúða á lóð í Bakkatúni 46. |
||
|
Sveitarstjórn samþykkir erindið sem óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skal fallið frá grenndarkynningu, sbr. 3. mgr. 44. gr. sömu skipulagslaga. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að uppfæra gögn skv. umræðum á fundinum. |
||
|
|
||
|
3. |
Rammahluti aðalskipulags 1082/2023 - S2211008 |
|
|
Fyrir fundinum liggur svar Skipulagsstofnunar við auglýstri tillögu við rammahluta aðalskipulags. Skipulagshönnuður kemur inn á fundinn og fer yfir svar Skipulagsstofnunar með sveitarstjórn. |
||
|
Lagt fram til kynningar, sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að hafa umsjón með áframhaldandi vinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
|
||
|
4. |
Breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar - Umsagnarbeiðni - S2511004 |
|
|
Erindi, Eyjafjarðarsveit óskar umsagnar Svalbarðsstrandarhrepps um skipulagstillögu sem nú er í auglýsingu, breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018?2030 vegna Bakkaflatar athafnasvæðis. Breytingin felur í sér endurskoðun á landnotkun og afmörkun svæðis fyrir atvinnustarfsemi á Bakkaflöt. |
||
|
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. |
||
|
|
||
|
5. |
Markaðsstofa Norðurlands - S2002003 |
|
|
Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, óskað eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N. |
||
|
Erindi lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 um sem nemur 500 kr. per íbúa. |
||
|
|
||
|
6. |
Samningur um barnaverndarþjónustu - S2303001 |
|
|
Erindi frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu ellefu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, tekin til síðari umræðu. |
||
|
Síðari umræðu lokið. Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann. |
||
|
|
||
|
7. |
Kynning á nýrri gjaldskrá frá 1. janúar 2026 - S2511002 |
|
|
Erindi frá Moltu ehf, varðandi breytingar á gjaldskrá og skilmálum félagsins sem taka gildi 1. janúar 2026. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
8. |
Erindi vegna bókarinnar Byggðir og bú. - S2511003 |
|
|
Erindi frá Búnaðarsambandi S-Þingeyinga, óskað eftir stuðningi vegna útgáfu bókarinnar Byggðir og bú 2025 (Búkolla) |
||
|
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar Byggðir og bú um 150.000 kr. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar. |
||
|
|
||
|
9. |
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - S2201013 |
|
|
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 987 lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
10. |
Sveitarstjórn - lausn frá störfum - S2009010 |
|
|
Erindi frá Gesti J. Jenssyni, þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps frá og með fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2025. |
||
|
Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.