Sveitarstjórn

162. fundur 28. nóvember 2025 kl. 14:00 - 15:00 Í ráðhúsniu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Ólafur Rúnar ólafsson varaoddviti
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri.
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

 

Dagskrá:

1.

Geldingsá - Umsókn um byggingareit og stofnun lóðar - S2511008

 

Erindi frá Árholti ehf. þar sem óskað er eftir að skilgreindur verði byggingarreitur fyrir nýtt íbúðarhús í landi Geldingsár, auk þess sem óskað er eftir stofnun íbúðarhúsalóðar á svæðinu.

 

Sveitarstjórn frestar málinu. Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekari gögnum.

 

   

2.

Helgafell L190429 - stofnun lóðar skv. DSK - S2506002

 

Erindi, merkjalýsing lögð fram til staðfestingar.

 

Sveitarstjórn staðfestir merkjalýsingu sem gerð hefur verið vegna lóðarinnar Helgafell 3. Upprunafasteign er Helgafell L190429

 

   

3.

Úthlutun lóðar - Bakkatún 11 - S2511014

 

Erindi frá Sigurbjörgu A. Hafdal kt. 300801-3820 sem sækir um að fá úthlutað lóðinni Bakkatúni 11.

 

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatúni 11 til Sigurbjargar A. Hafdal kt. 300801-3820.

 

   

4.

Hámarkshraða á Svalbarðseyri. - S2511009

 

Erindi frá sveitarstjóra, umferðarhraði gatna á Svalbarðseyri.

 

Sveitarstjórn samþykkir að lækka hámarkshraða gatna á Svalbarðseyri eftirfarandi:
Hámarkshraði Svalbarðseyrarvegar frá gatnamótum Svalbarðseyrarvegar og heimreið Svalbarðs niður að gatnamótum Svalbarðseyrarvegs og Sjávargötu úr 50 km/klst niður í 40 km/klst.
Hámarkshraði Borgartúns verði 40 km/klst.
Hámarkshraði Laugartúns, Smáratúns, Tjarnartúns, Bakkatúns, Lækjartúns, Sjávargötu og Eyrargötu verði 30 km/klst.
Hámarkshraði frá gatnamótum Svalbarðseyrarvegs og Sjávargötu sem og á hafnarsvæði verði 30 km/klst.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 að fengnu samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

 

   

5.

Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra, þátttaka í verkefninu. - S2511015

 

Erindi frá SSNE, ósk um þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra.

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og að taka þátt í kostnaði vegna þess í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Fer inn í fjárhagsáætlun næsta árs.

 

   

6.

Erindi, Bjarmahlíð þolendamiðstöð - S2404007

 

Erindi- fyrir fundinum liggur beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri fyrir starfsárið 2026.

 

Sveitarstjórn samþykkir að framlag Svalbarðsstrandarhrepps til Bjarmahlíðar verði kr. 400.000,- fyrir árið 2026.
Sveitarstjórn leggur til við aðstandendur verkefnisins að um það sé stofnaður formlegur samstarfsvettvangur til lengri tíma með árlegu framlagi í beinu samræmi við íbúafjölda hvers sveitarfélags á móti framlagi ríkisins. Þannig verði framlag samstarfsaðila í húsakosti og vinnuframlagi metið jafnt móti fjárframlagi.

 

   

7.

Jólaaðstoð - styrktar beiðni frá góðgerðarsamtökum við Eyjafjörð - S2511006

 

Erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar, beiðni um styrk frá sveitarfélaginu vegna jólaaðstoðar á vegum sjóðsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaaðstoðina um 300.000,- Fjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

   

8.

Beiðni um styrk - S2511011

 

Erindi frá matargjafir Akureyrar og nágrennis, ósk um stuðning 2025.

 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Matargjafir Akureyrar um kr. 50.000,-

 

   

9.

Áskorun og hvatningar frá þingi UMFÍ 2025 - S2511007

 

Erindi frá UMFÍ, áskorun til ríkis og sveitarfélaga, að efla lýðheilsu þjóðarinnar með því að hrinda af stað þjóðarátaki í lýðheilsu og forvörnum, þar sem kraftar íþrótta- og
ungmennafélagshreyfingarinnar verða nýttir til fulls.

 

Sveitarstjórn fagnar áskorun frá UMFÍ, að efla skuli lýðheilsu. Sveitarstjórn hefur styrkt Ungmennafélagið Æskuna með fjárstuðningi og látið þeim í té húsnæði fyrir starfsemi sína. Einnig hefur sveitarfélagið styrkt UMSE, veitt frístunda- og afreksstyrki ásamt því að vera í stöðugu samtali við ungmennafélagshreyfinguna í nærumhverfinu.

 

   

10.

Áramótabrenna og sala - S2211009

 

Björgunarsveitin Týr óskar eftir leyfi fyrir flugeldasýningu og áramótabrennu.

 

Sveitarstjórn samþykkir og veitir leyfi fyrir flugeldasýningu og áramótabrennu.

 

   

11.

Aðgerð 7 - kortlagning - samantekt - S2511010

 

Erindi frá Innviðaráðuneyti, til kynningar skýrsla um markvissari árangur í umhverfis- og loftlagsmálum. Kortlagning á aðgerðum sveitarfélaga.

 

Skýrsla lögð fram til kynningar.

 

   

12.

Ársskýrsla 2024-2025 - kostnaðaráætlun 2026 - S2511013

 

Erindi frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar, ársskýrsla 2024-25 lögð fram til kynningar.

 

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn staðfestir framlagða kostnaðaráætlun fyrir árið 2026.

 

   

13.

Staða starfseminnar á Kristnesspítala - S2511016

 

Erindið frá öldungaráði og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sem sent var á heilbrigðisráðherra.

 

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir áhyggjur öldungaráðs og sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar og bendir á að á Kristnesi er unnið gífurlega mikilvægt starf sem ekki er í boði annars staðar á norður- og austurlandi.

 

   

14.

Fjárhagsáætlun 2026-2029 - S2508004

 

Sveitarstjórn tekur til seinni umræðu fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2026 og 2027-2029.

 

Í fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta sveitarfélagsins verði óbreytt á milli ára.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarsprósenta Svalbarðsstrandarhrepps árið 2026 verði óbreytt á milli ára og verði 14,97%. sbr. heimilað hámark.
Í fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda.
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A- skattflokkur.
Fasteignaskattur A lækkar úr 0,42% í 0,40% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald lækkar úr 0,22% í 0,19 % af fasteignamati húss

Fasteignagjöld stofnana: B- skattflokkur.
Fasteignaskattur B verði 1,32% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald lækkar úr 0,22% í 0,19 % af fasteignamati húss

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis; C-skattflokkur.
Fasteignaskattur C lækkar úr 1,40 % í 1,35 % af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald lækkar úr 0,22% í 0,19 % af fasteignamati húss

Lóðarleiga lækkar úr 1,5 % í 1,2 % af fasteignamati lóðar.
Tekjumörk í reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Svalbarðsstrandarhreppi hækka um 6 %.

Sorphirðugjöld:
Gjöld tengd sorphirðu heimila hækka um 10 % milli ára.
Gjöld sem rukkuð eru vegna reksturs gámasvæðis hækka um 15 % milli ára.
Heildarupphæð sorphirðugjalda fyrir venjubundið heimili verður 77.752 kr. og hækkar um 12% milli ára.
Rotþróargjöld:
Fyrir rotþrær 0-6000 L hækka gjöld um 6 %
Fyrir rotþrær stærri en 6000 L hækka gjöld um 10 %
Gripagjald:
Gripagjöld hækka um 14 %

Lagt er til að gjalddagar verði áfram 10 og sá fyrsti 2. febrúar nk. Í þeim tilvikum sem heildarupphæð fasteignagjalda er kr. 40.000 eða lægri þá verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 2. febrúar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2026 og sbr. ofangreint.

Gjaldskrárbreytingar og styrkupphæðir.

Gjaldskrá leikskóla:
Dvalartími 08:00-16:00 4.997 kr.(7 % hækkun)
Dvalartími 07:45-08:00 2.500 kr. (nýtt gjald)
Dvalartími 16:00-16:15 2.500 kr. (nýtt gjald)
Krummaafsláttur verður aflagður frá og með 1. ágúst 2026
Gjaldskrá Dagvistunar (Vinaborgar):
Tímagjald 488 kr. (7 % hækkun)
Systkinaafsláttur hækkar í leikskóla og vistun. Afsláttur gengur á milli skólastiga.
Systkinaaflsáttur 1. stig 50 %
Systkinaaflsáttur 2. stig 75 %
Systkinaaflsáttur 3. stig 100 %
Salaleiga
Skáli og eldhús 95.000 kr.
Skáli salur og eldhús 180.000 kr.
Frístundastyrkur barna 65.000 kr.
Afreksstyrkur 65.000 kr.
Frístundastyrkur eldri borgara 25.000 kr.
Snjómokstursstyrkur heill 60.000 kr.
Hreyfistyrkur starfsmanna 25.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrárbreytingum og styrkupphæðum fyrir árið 2026 sbr. ofangreint.
Á 160. fundi sveitarstjórnar þann 28. október sl. var fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 tekin til fyrri umræðu og var samþykkt að vísa til síðari umræðu.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2026 eru eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er jákvæð um kr. 22.551.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 47.180.000.
Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 91.673.000

Rekstrarniðurstaða áranna 2027-2029 er áætluð áfram jákvæð.

Veltufé frá rekstri árið 2026 er áætlað um 115 m.kr. og handbært fé frá rekstri um 108 m.kr.
Afborganir lána fyrir árin 2026-2029 eru áætlaðar um 60,8 m.kr. fyrir Samstæðu A- og B- hluta.

Áætluð lántaka er 40 mkr. árið 2026. Í þriggja ára áætlun er áætluð lántaka Eignasjóðs á árunum 2027-29, 315 mkr.
Áætlaðar fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta árið 2026 eru kr. 162 mkr. og áætlaðar fjárfestingar fyrir árin 2027-2029 eru kr. 665 mkr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða síðari umræðu um fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 eins og áætlun liggur fyrir.

 

   

15.

Atvinnu- og umhverfismálanefnd - 2 - 2510004F

 

Lagt fram til kynningar

 

   

16.

Fundargerðir stjórnar SSNE - S2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 77 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - S2201013

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 988 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

18.

Haustþing SSNE 2025 - S2511005

 

Fundargerð haustþings SSNE 2025 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

19.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - S2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 102 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi mál var tekið fyrir tengt Svalbarðsstrandarhreppi.
Helgafell - Umsókn um byggingarheimild - S2511001
Erindi dagsett 03.11.2025 þar sem Alkemia ehf. sækir um byggingaráform og
byggingarleyfi fyrir þremur smáhýsum á lóðinni Helgafell, Svalbarðsstrandarhreppi.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Vilhjálmi Ægi Vilhjálmssyni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdarlista.

 

   

20.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - S2204002

 

Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 152 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

21.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - S2202007

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 115 og 116 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

22.

Hafnarsamlag fundargerðir - S2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags nr. 302 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

23.

Kosning oddvita og varaoddvita - S2203012

 

Kosning varaoddvita

 

Ólafur Rúnar Ólafsson er kjörinn varaoddviti til loka kjörtímabilsins.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.