|
1. |
Endurskoðun á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2022 - S2210006 |
|
|
Fyrir fundinum liggur uppfærð tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2025-2037 þar sem brugðist hefur verið við umsögnum Skipulagsstofnunar sem bárust 10. október 2025. |
||
|
Atli Sveinbjörnsson skipulagsráðgjafi frá Landslag, mætti og fór yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og tillögur að viðbrögðum við athugasemdunum á áður samþykktri tillögu sveitarstjórnar frá 155. fundi 12. ágúst 2025. |
||
|
|
||
|
Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir næsta lið. |
||
|
2. |
Fjón L238017 og Foss L152916 - DSK - S2511018 |
|
|
Erindi frá landeigendum að Fjóni og Fossi um heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Sólberg. |
||
|
Sveitarstjórn samþykkir að heimilt sé að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að upplýsa skipulagsráðgjafa um þær kvaðir sem á svæðinu fylgja skv. rammahluta aðalskipulags sem er í gildistöku. |
||
|
|
||
|
3. |
Geldingsá - Umsókn um byggingareit og stofnun lóðar - S2511008 |
|
|
Erindi frá Árholti ehf. þar sem óskað er eftir að skilgreindur verði byggingarreitur fyrir nýtt íbúðarhús í landi Geldingsár, auk þess sem óskað er eftir stofnun frístundalóðar á svæðinu. |
||
|
Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar því í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu. |
||
|
|
||
|
4. |
Tjarnartún 2 - S2203001 |
|
|
Sveitarstjóri upplýsir að úthlutun sveitarstjórnar frá 1.júní.2022 sé fallin úr gildi, þar sem lóðarhafi hafi hvorki greitt að fullu né hafið framkvæmdir innan tilsettra tímamarka.Samkvæmt 4. gr. í reglugerð um lóðaveitingar á Svalbarðseyri fellur lóðaúthlutun úr gildi hafi umsækjandi lóðar ekki lagt fram til byggingarfulltrúa fullnægjandi byggingarnefndarteikningar af húsi innan 12 mánaða frá úthlutun lóðarinnar í sveitarstjórn. |
||
|
|
||
|
5. |
Merkjalýsing - Tunga L152950, Ásgarður L152881 , Ásgarður lóð L194082 og Helgafell land L193511 - S2512007 |
|
|
Beiðni frá Hauki Laxdal Baldvinssonar, ósk um staðfestingu sveitarstjórnar á merkjalýsingu eftirtaldra lóða: Tungu L152950, Ásgarðs L152881 , Ásgarðs lóðar L194082 Helgafells lands L193511 og nýrrar landspildu sem fær nafnið Ásulundur. |
||
|
Sveitarstjórn staðfestir merkjalýsingu sem gerð hefur verið vegna lóðanna Tungu L152950, Ásgarðs L152881 og Helgafells lands L193511 og nýja landspildu sem fær nafnið Ásulundur með þeim fyrirvara að undirskriftir frá landeigendum í Sunnuhlíð 3 og Neðri-Dálksstöðum liggi fyrir. |
||
|
|
||
|
6. |
Ráðgjafasamningur vegna velferðarþjónustu og skólaþjónustu - S2512004 |
|
|
Erindi frá Akureyrarbæ, drög að ráðgjafasamningi vegna velferðar- og skólaþjónustu Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps og Hörgársveitar við Akureyrarbæ tekinn til fyrri umræða. |
||
|
Sveitarstjórn vísar ráðgjafasamningi til síðari umræðu. |
||
|
|
||
|
7. |
Stafrænt samstarf 2026 - S2512001 |
|
|
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, lagt fram til kynningar. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
8. |
Umsókn um fræðslustyrk - S2512005 |
|
|
Erindi frá ADHD-samtökunum. Beiðni um rekstrarstyrk til samtakanna. |
||
|
Sveitarstjórn vísar erindinu til skólanefndar til umsagnar. |
||
|
|
||
|
9. |
Lýðræðisþáttaka innflytjenda - S2512006 |
|
|
Erindi frá Magneu Marinósdóttir um verkefnið Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2026. |
||
|
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. |
||
|
|
||
|
10. |
Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - S1901020 |
|
|
Erindi frá HMS. Það er búið að opna fyrir endurskoðun á húsnæðisáætlun vegna ársins 2026. Sveitarstjórnir eiga að vera búnar að staðfesta endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir 20. janúar nk. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
11. |
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - S2201013 |
|
|
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 989 lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
12. |
Fundargerðir stjórnar SSNE - S2208013 |
|
|
Fundargerð stjórnar SSNE nr. 78 lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.