Atvinnu- og umhverfisnefnd

18. fundur 09. febrúar 2021 kl. 18:45 - 21:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Halldór Jóhannsson
  • Harpa Barkardóttir
  • Hilmar Dúi Björgvinsson
  • Eva Sandra Bentsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Dagskrá:

1.

Umhverfis- og atvinnumál á miðju tímabili - 2102003

 

Farið yfir þau verkefni sem unnin hafa verið og þau sem framundan eru

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin lýsir ánægju með að gerð hafi verið samantekt á þeim verkefnum sem nefndin hefur staðið að það sem af er kjörtímabilinu.

 

Samþykkt

     

2.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Aðgangsstýring að gámasvæði og umgengni

 

Skýrsla verður tilbúin í mars þar sem hægt verður að bera vel saman. Grenndarstöðin kemur vel út og umgengni um gámasvæði hefur batnað. Ákveðið að setja á heimaíðuna tengil þar sem hægt er að leggja fram spurningar varðandi sorp og sorphirðu. Fundur með þjónustuaðilum var áætlaður fyrir COVID og stefnt að því að halda hann um leið og færi gefst.

 

Samþykkt

     

3.

Umhverfisdagur 2021 - 2102005

 

Dagsetning fyrir umhverfisdag ákveðin og fyrirkomulag rætt

 

Ákveðið að hafa umhverfisviku. Dagskrá sett á heimasíðu sveitarfélagsins og send á öll heimili. Vikan verður 14.-21. maí. Nefndin skipuleggur dagskrá og viðburði tengda vikunni.

 

Samþykkt

     

4.

Vinnuskóli 2021 - 2102004

 

Farið yfir skipulag vinnuskóla 2021, auglýsingar og ráðningu starfsmanna

 

Búið er ganga frá ráðningu flokksstjóra og flokksstjórar síðasta árs halda áfram. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsfólki á heimasíðu sveitarfélagsins. Nefndin ákveður að breyta heiti Vinnuskóla í Unglingavinnu.

 

Samþykkt

     

5.

Matjurtargarðar til leigu að sumri - 2005002

 

Ákvörðun um útleigu matjurtargarða á Svalbarðseyri

 

Matjurtargarðar verða auglýstir til umsóknar á heimasíðu sveitarfélagsins og eru afnotin gjaldfrjáls.

 

Samþykkt

     

6.

Útiskóli að sumri fyrir börn - 2102006

 

Árið 2020 var starfræktur útiskóli fyrir börn. Hugmyndir um áframhaldandi starf ræddar

 

Gert er ráð fyrir útiskóla fyrir yngri börn, nemendur í 1. - 6.bekk. Útiskóli var haldinn sumarið 2020 og gafst vel. Dagskrá verður auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.