Umhverfis & Atvinnumálanefnd

24. fundur 25. apríl 2022 kl. 10:00 - 14:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Harpa Barkardóttir
  • Eva Sandra Bentsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Fundargerð

  1. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 25. apríl 2022 10:00.

Fundinn sátu: Elísabet Ásgrímsdóttir, Harpa Barkardóttir, Eva Sandra Bentsdóttir og .

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

2022 Vinnuskóli - 2203007

 

Farið yfir undirbúning Vinnuskóla

 

Flokksstjórar mæta til vinnu eftir næstu mánaðarmót. Auglýst hefur verið eftir starfsmönnum á heimasíðu hreppsins. Boðið verður uppá ýmis námskeið yfir sumarið. Umhverfis- og atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að laun til starfsmanna verði eftirfarandi:
Laun með orl.
7. bekkur 760
8. bekkur 1,106
9. bekkur 1,451
10.bekkur 1,796

 

Samþykkt

 

   

2.

Umhverfisdagur 2022 - 2202010

 

Umhverfisvika verður haldin 18.-24. maí

 

Umhverfisvika verður haldin 17.-24. maí og dagskrá kynnt á heimasíðu Svalbarðstrandarhrepps og borin í heimahús. Íbúar eru hvattir til þess að taka þátt og taka til hendinni í sínu nærumhverfi.

 

Samþykkt

 

   

3.

Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps - 2108007

 

Drög að stefnu lög fram.

 

Drög að stefnu lögð fram

 

Samþykkt

 

   

4.

Gámasvæðið og umgengni um það - 1610103

 

Farið yfir stöðu mála á gámasvæði

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að klárað verði að þétta girðingar á gámasvæðinu og hugað að því að opnunartími sé ákveðinn og takmarkaður.
Umhverfis og atvinnumálanefnd leggur til að fundin verði lausn á hirðingu á almennu og heimilissorpi á frístundasvæðum í samstarfi við félög húseigenda. Kort af gámasvæði á Svalbarðseyri og leiðbeiningar um sorphirðu verði þýdd á erlend tungumál og borið í hús.

 

Samþykkt

 

   

5.

Verkefni sumarsins 2022 - opin svæði - 2204009

 

Farið yfir verkefnalista

 

Sveitarstjórn á eftir að taka ákvörðun um lagningu göngu- og hjólastígs milli Smáratúns og Laugartúns. Á næstu dögum verða númeralausar bifreiðar merktar og síðar fjarlægðar. Kerfill verður hreinsaður eins og fyrri sumur og gamlar úrsér gengnar girðingar fjarlægðar. Vinnuskóli sinnir að venju umhirðu og blómaskreytingum á Svalbarðseyri. Umhverfi göngu- og hjólastígs í Vaðlabyggð verður lagað á næstu vikum.

 

Samþykkt

 

   

6.

Matjurtargarðar til leigu að sumri - 2005002

 

Matjurtargarðar á Svalbarðseyri

 

Aðstaða í matjurtargarði sveitarfélagsins er laus til umsóknar og verða auglýstir á næstu dögum. Nefndin hvetur íbúa til að tryggja sér reit til ræktunar á grænmeti.

 

Samþykkt

 

   

7.

Hundagerði á Svalbarðseyri - 1905010

 

Hundagerði á Svalbarðseyri

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd minnir eigendur hunda að á svæðinu fyrir norðan Sundlaugina er búið að koma upp afmörkuðu svæði þar sem hægt er að gefa hundum færi á að leika lausum hala.

 

Samþykkt

 

   

8.

Göngu- og hjólastígur áfangi 2 - 2201005

 

Farið yfir framkvæmdir vetursins 2020

 

Landeigendum hefur verið sendur póstur og óskað samþykkis þeirra fyrir hönnun á leið göngustíg frá Vaðlaheiðargöngum og að hreppsmörkum við Garðsvík. Vinna er hafin hönnun leiðarinnar og staðfesting á stuðningi frá Vegagerð árið 2026/2027 eða fyrr ef hreppurinn er tilbúinn með hönnun og fjármögnun.

 

Samþykkt

 

   

9.

Umhverfis- og atvinnumál í lok tímabils - 2204010

 

Farið yfir tölur um atvinnuþátttöku

 

Tölur Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála bera með sér að atvinnuleysi er skráð undir 3% vorið 2022. Vonir eru bundnar við gott sumar í ferðaþjónustu og næg atvinna virðist vera í boði fyrir íbúa. Sem fyrr er atvinnuframboð einhæft.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00.