Umhverfis & Atvinnumálanefnd

25. fundur 15. september 2022 kl. 15:00 - 17:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir oddviti
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Í upphafi kjörtímabils - 2209005

 

Farið yfir dagskrá vetrarins, fundardagar fram að áramótum ákveðnir og erindisbréf kynnt fyrir nefndarfólki.

 

Formaður umhverfis- og atvinnumála býður nýja nefnd velkomna. Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til kynningar. Fundardagsetningar fram að áramótum ákveðnar.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd stefnir að því að funda eftirtalda daga:

20. október og 17. nóvember.

 

Samþykkt

 

   

2.

Verkefni sumarsins 2022 - opin svæði - 2204009

 

Farið verkefni sumarsins í Svalbarðsstrandarhreppi og stöðu þeirra.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

3.

2022 Vinnuskóli - 2203007

 

Vinnuskóli Svalbarðsstrandarhrepps hefur lokið störfum í ár. Farið verður yfir hvernig sumarið gekk.

 

Farið yfir störf vinnuskólans í sumar. Færri krakkar sóttu um að koma í vinnuskólann í ár en síðustu ár. Erfitt var að sinna skylduverkefnum vegna manneklu.

Umhverfis - og atvinnumálanefnd beinir því til sveitarstjórnar að gera ráð fyrir ráðningu eldri starfsmanna til að sinna verkefnum vinnuskólans 2023 í fjárhagsáætlunargerð. Einnig hvetur umhverfis- og atvinnumálanefnd til þess að gefnar verði umsagnir vegna starfa í vinnuskólanum.

 

Samþykkt

 

   

4.

Umhverfisviðurkenning 2021 - 2202009

 

Skjöldur sem til stóð að veita þeim sem hlutu viðurkenningu vegna umhverfisverðlauna 2021 hefur enn ekki verið afhentur. Umhverfis- og atvinnumálanefnd felur skrifstofustjóra að klára þá vinnu.

 

Samþykkt

 

   

5.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2208014

 

Farið yfir áherslur umhverfis- og atvinnumálanefndar fyrir fjárhagsáætlunarvinnu.

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd fer fram á að umhverfis- og loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps verði höfð til hliðsjónar við þá fjárhagsáætlunarvinnu sem er að hefjast.

 

Samþykkt

 

   

6.

Sorpmál í Svalbarðsstrandarhreppi - 1407215

 

Skrifstofustjóri kynnir vinnu nefndar á vegum SSNE um innleiðingu hringrásarkerfisins. Einnig verður farið fyrir töluleg gögn sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Ljóst er að miklar breytingar í sorphirðumálum eru framundan samkvæmt drögum að skýrslu um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á norðurlandi. Umhverfis- og atvinnumálanefnd ræddi mögulegar hugmyndir um breytingar á sorphirðu í anda Hringrásarhagkerfisins.

 

Samþykkt

 

   

7.

Atvinnumál í sveitarfélaginu. - 2209006

 

Lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.