Umhverfis & Atvinnumálanefnd

33. fundur 29. nóvember 2023 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elísabet Ásgrímsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Andri Már Þórhallsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Sorphirða - 2210004

 

Farið yfir gjaldskrárbreytingar og framtíðarplön gámasvæðisins.

 

Skrifstofustjóri fór yfir gjaldskrá sorphirðu 2024. Gjaldskráin mun breytast á þann hátt að hún tekur mið af "borgað þegar hent er" kerfinu sem er verið að innleiða í sorphirðu sveitarfélaga landsins. Umræður um umgengni á gámasvæðinu sem hefur batnað til muna með tilkomu starfsmanns á svæðinu. Nefndin vill þó mælast til að hætt verði með fatagáminn á svæðinu og beina fólki til Akureyrar í staðinn þar sem umgengni við gáminn hefur ekki verið góð.

 

Samþykkt

 

   

2.

Íbúafundur - 1804011

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd stefnir á að halda íbúafund/fræðslufund 2024. Hugmyndir ræddar um hvaða erindi verði kynnt fyrir íbúum á árinu.

 

Samþykkt

 

   

3.

Öryggismál við Grenivíkurveg - 2309007

 

Farið yfir svör sem bárust vegna fyrirspurnar vegna baðlóns sem myndast hefur fyrir neðan Vaðlaheiðarveg.

 

Farið yfir reglugerð um baðstaði í nátturunni og ábyrgð tengda því. Nefndin aðhefst ekki frekar í þessu máli.

 

Samþykkt

 

   

4.

Atvinnumál í sveitarfélaginu. - 2209006

 

Árleg yfirferð um atvinnuþróun í sveitarfélaginu.

 

Farið yfir töluleg gögn tengda atvinnudreifingu og þáttöku í Svalbarðsstrandarhreppi. Vinnandi einstaklingar með lögheimili í sveitinni hafa ekki verið fleiri síðan gangnamenn voru flestir sumarið 2018.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.