Atvinnu- og umhverfisnefnd

2. fundur 16. október 2025 kl. 13:00 - 14:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Bjarni Þór Guðmundsson formaður
  • Andri Már Þórhallsson
  • Telma Eir Aradóttir
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Göngustígar - Svalbarðseyri - S2510003

 

Yfirferð á stöðu göngustíga á Svalbarðseyri

 

Atvinnu- og umhverfismálanefnd fór yfir framkvæmdir tengdar göngustígum á Svalbarðseyri. Hugmyndavinna kynnt af mögulegum framkvæmdum og þær ræddar með tilliti til forgangs og tilgangs.

 

   

2.

Fjárhagsáætlun 2026-2029 - S2508004

 

Erindi frá skrifstofustjóra. Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

Atvinnumál í sveitarfélaginu. - S2209006

 

Lagt fram til kynningar, umfjöllun um stöðu atvinnulífs og framtíðarhorfur í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

Framkvæmdasjóður ferðamanna - S2510005

 

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki vegna framkvæmda á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Umsóknartímabil er frá þriðjudeginum 7. október til kl. 13 þriðjudaginn 4. nóvember 2025.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Uppbygginarsjóður SSNE - S2510004

 

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.

Umsóknarfrestur fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra er til 22. október kl. 12:00.

 


Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30.

 

 

Bjarni Þór Guðmundsson

 

Andri Már Þórhallsson

Telma Eir Aradóttir

 

Fannar Freyr Magnússon