Afhending íbúða í Valsárhverfi

Sá gleðilegi atburður gerðist á föstudaginn síðasta að Sigurgeir Svavars verktaki afhenti Svalbarðsstrandarhreppi lyklana af Bakkatúni 18a og 18b. Anna Karen Úlfarsdóttir tók við lyklunum sem staldra þó stutt við á skrifstofu hreppsins þar sem báðar íbúðir eru seldar. Við þökkum Sigurgeiri kærlega fyrir samstarfið og bjóðum um leið nýja íbúa Bakkatúns 18a og 18b kærlega velkomna í Valsárhverfi.