Fundað um málefni kirkjugarða

Mánudaginn 29. september kl 16:15 verður haldinn fundur um ýmis málefni er varða skipulag og umhirðu kirkjugarða og samvinnu  kirkjugarðsstjórna og sveitarfélaga.

Fyrirlestrar: Ágústa Erlingsdóttir framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.

Staðsetning: Stofa N101 í Háskóla Akureyrar

Tími: 29. September kl 16:15

Almennt um kirkjugarða

Kirkjugarðar eru sjálfseignastofnanir og lúta stjórn fulltrúa trú- eða lífsskoðunarfélaga með yfirumsjón
kirkjugarðaráðs. Um kirkjugarða gilda lög þar sem m.a. koma fram skyldur sveitarfélaga við kirkjugarða og
reglur er varða skipulag og framkvæmdir.

Kirkjugarðasjóður 

Farið yfir hlutverk sjóðsins og hvernig er hægt að sækja um styrk í hann og hvaða skilyrði umsókn þarf að
uppfylla.

Tekjur og gjöld kirkjugarða 

Á fundinum verður m.a. reynt að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvernig er rekstur kirkjugarða fjármagnaður og fyrir hvaða er verið að greiða?
  • Hver er ábyrgð og hlutverk kirkjugarðsstjórna?
  • Rafræn skil ársreikninga og hagræðing í rekstri kirkjugarða?
  • Hver á að standa straum af kostnaði við rekstur eða framkvæmdir?

Umhirða og grafartaka 

Ýmsum spurningum verður varpað fram og svarað varðandi umhirðu og graftöku, t.d.:

  • Á hvers ábyrgð og forræði er grafartaka í kirkjugörðum?
  • Hver á að slá og hirða garðinn og hver á að moka snjó?
  • Hvernig og hvenær á að ganga frá nýrri gröf?
  • Hver á að sjá um legsteininn, blómin eða fallin leiði?


Öll áhugasöm um málefni kirkjugarða eru hjartanlega velkomin!