Fundarboð 160. fundur 28.10.25

Dagskrá

Almenn mál

1.

S2510007 - Vaðlabyggð 11-14 - Framkvæmdaleyfi til jarðvegsskipta

 

Erindi frá Stefáni Þengilssyni, fyrir hönd Ísrefs ehf., þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsskipta á lóðunum nr. 11 - 14 í Vaðlabyggð.

 

   

2.

S2509012 - Kotabyggð 7 - Umsókn um byggingarheimild

 

Erindi frá Höfðahúsi-íbúðarleigufélagi ehf. þar sem sótt er um byggingarheimild fyrir stækkun á íbúðarhúsi í Kotabyggð 7, L192784. Meðfylgjandi eru teikningar unnar af Erro Hönnun.

 

   

3.

S2503005 - Bakkatún 44 breyting á deiliskipulagi

 

Erindi frá Jökuley ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bakkatún 44. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða, aukið byggingarmagn og stækkun byggingarreits.

 

   

4.

S2510008 - Boð á haustþing SSNE 2025

 

Erindi frá SSNE, boð á haustþing sem haldið verður rafrænt 29. október nk.

 

   

5.

S2303001 - Samningur um barnaverndarþjónustu

 

Erindi frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu ellefu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, tekinn til fyrri umræða.

 

   

6.

S2510009 - Kynningarbréf til stofnfélaga

 

Erindi frá Menningarfélaginu Hof ses, bréf til stofnaðila félagsins varðandi fyrirhugaða sameiningu félagsins við Menningarfélag Akureyrar ses. ásamt fylgigögnum.

 

   

7.

S2508004 - Fjárhagsáætlun 2026-2029

 

Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2026, auk fjögurra ára áætlun fyrir árin 2026-2029.

 

   

Fundargerðir til kynningar

8.

S2411004 - Fundargerðir Molta ehf

 

Fundargerð stjórnar Moltu nr. 116 lögð fram til kynningar.

 

   

9.

S2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 101 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál tekið fyrir tengt Svalbarðsstrandarhreppi.

Gautsstaðir - Umsókn um byggingarheimild - S2509008
Erindi dagsett 11.09.2025 þar sem 1100 ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi
fyrir birgðageymslu á lóðinni Gautsstaðir L152889, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu
fylgja uppdrættir frá Almari Eggertssyni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

 

   

10.

S2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

 

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 985 og 986 lagðar fram til kynningar.

 

   

11.

S2102019 - Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags nr. 301 lögð fram til kynningar.