Kökubasar á kosningadag.

Kökubasar á kosningadag

 

Kæru Svalbarðsströndungar, laugardaginn 25. september n.k. munum við, nemendur í 9. og 10. bekk Valsárskóla, vera með kökubasar til styrktar ferðasjóði okkar í matsal skólans.

Við verðum með opið frá kl 11 – 12:30 - eða meðan birgðir endast.

Í boði verða lúffengar tertur og ýmiskonar réttir.

Við hvetjum ykkur til að líta við og velja úr girnilegum tertum og réttum og skella í dýrindis kaffiboð.