Kynningarfundur um starfsemi Vinnuskólans

Kynningarfundur um starfsemi Vinnuskóla Svalbarðsstrandarhrepps verður haldinn í Valsárskóla miðvikudaginn 7. júní kl. 14:00 fyrir nemendur fædda 2007, 2008, 2009 og 2010 (7.-10. bekk). Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með á fundinn.

Á fundinum verður farið yfir verkefni sumarsins, skiptingu í hópa, vinnureglur og launakjör.

Mikilvægt er að koma með Leyfisbréf fyrir vinnuskóla og Reglur um farsímanotkun undirrituð á fundinn hafi þeim ekki þegar verið skilað. Hægt er að nálgast eyðublöðin útprentuð á skrifstofu sveitarfélagins ef óskað er.

Litið er svo á að ef ungmenni mætir ekki á fundinn eða tilkynnir ekki forföll muni hann ekki þiggja vinnu við Vinnuskólann.