Orlofsnefnd húsfreyja í Suður-Þing boðar til orlofsferðar helgina 20.–21. september 2025. Ferðinni er heitið í Skagafjörð og gist verður eina nótt á Hótel Varmahlíð.
Lagt verður af stað með rútu snemma á laugardagsmorgni og komið heim síðdegis á sunnudag. Ferðaleiðin mun liggja í hring, þ.e. ekið verður norður í gegnum Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð, en heimferðin verður um Öxnadalsheiði. Nánari dagskrá verður birt síðar.
Kostnaður vegna gistingar og hátíðarkvöldverðar er 21.000 krónur, miðað við að tvær gisti saman í herbergi. Innifalið er morgunverður en ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir rútuna. Þátttakendur greiða hins vegar sjálfir fyrir aðrar máltíðir og aðgangseyri á söfnum.
Rétt til þátttöku hafa allar konur sem staðið hafa heimili án launagreiðslu. Þær konur sem ekki hafa áður farið í orlofsferð njóta forgangs.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.
Frekari upplýsingar og umsóknir má nálgast hjá:
Elín Gunnlaugsdóttir – S. 868-3740 / ellafina74@gmail.com
Sigrún Óladóttir – S. 893-0064 / brunah@simnet.is
Jóna Hermannsdóttir – S. 892-0371 / ninahe@simnet.is
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801