Öryggi barna í bíl - upplýsingar á 6 tungumálum

Ökumaður og farþegar í bíl eiga að vera með öryggisbeltin spennt og öll börn undir 135 cm skulu nota barnabílstól þegar þau ferðast í bíl. Ekkert er því þó til fyrirstöðu að börn noti bílstól lengur að því gefnu að stóllinn sé framleiddur fyrir hæð og þyngd barnsins.

Samgöngustofa vill benda á fræðslumyndbönd og bæklinga sem eru til á nokkrum tungumálum og fjalla um öryggi barna í bíl. 

Myndböndin eru textuð á pólsku og ensku auk íslensku og bæklingarnir eru gefnir út á á íslensku, ensku, spænsku, tælensku, pólsku og filippseysku.

Hér er hlekkur á síðu Samgöngustofu þar sem myndböndin eru birt.