Viðburður á Safnasafninu - Fyrirlestur tengdur bíl nemenda Valsárskóla

Goddur - Guðmundur Oddur Magnússon, heldur fyrirlestur um afganga, frákastið, nýtingu og uppvinnslu við listsköpun í Safnasafninu laugardaginn 8. júní kl. 16:00.

Engu máli skiptir hvaða efni er notað til að tjá hug sinn og tilfinningar. Helstu tæki listsköpunar eru einmitt, innsæið, hugmyndir og hjartað. Sú tækni að bræða þeim eiginleikum við efnið breytir því sem enginn vill í gull - það er hin eiginlega gullgerðarlist. Rætt verður um listbíl nemenda við Valsárskóla og fleiri verk sem finnast á Safnasafninu í svipuðum dúr - verk eftir Örn Karlsson og Hildi Kristínu Jakobsdóttur og þau sett í samhengi við bari Roth feðga o. fl. þar sem frákastið er notað við listsköpun.

Það verður frítt inn og heitt á könnunni, nánari upplýsingar um viðburð Safnasafnsins á Facebook.

Hér eru upplýsingar um sýninguna Skrautlegur skrjóður.