Endurskoðuð umhverfis- og loftlagsstefna 2022-2030 samþykkt á 90. fundi sveitarstjórnar

Á fundi sínum mánudaginn 9. maí samþykkti sveitarstjórn endurskoðaða umhverfisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps og loftlagsstefnu sem unnin var af umhverfis- og atvinnumálanefnd. Sveitarstjórn samþykkti Umhverfisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps 2019-2020 i janúar 2019 en hér er búið að bæta við loftlagsstefnu sveitarfélagsins. Sveitarstjórnir skulu samþykkja loftlagsstefnu samkvæmt breytingu á lögum nr. 70/2012 um loftlagsmál 14. júní 2019. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að mæta áskorunum samtímans á sviði loftlagsmála og ákvað umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps að þessar tvær stefnur yrði settar fram í einu skjali – Umhverfis- og loftlagsstefnu Svalbarðsstrandarhrepps. Gildistími stefnunnar er 2022-2030 og gert er ráð fyrir að á 4 ára fresti sé stefnan endurskoðuð og að í upphafi hvers kjörtímabils setji sveitarstjórn sér aðgerðaáætlun. Svalbarðsstrandarhreppur er þátttakandi í samstarfsvettvangi sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmiðin en honum er ætlað að efla og styrkja sveitarfélögin til samstöðu og samtals um þessa málaflokka.

 

Umhverfis- og loftlagsstefnu má nálgast hér: