Innan garðs og utan: Söfnun á jaðrinum

GÍA (Gígja Guðfinna Thoroddsen) 2021
GÍA (Gígja Guðfinna Thoroddsen) 2021

Málþing á vegum Safnasafnsins og Nýlistasafnsins í Norræna húsinu fimmtudaginn 14. mars frá kl. 15 til 18.

 
Safnasafnið og Nýlistasafnið leiða saman hesta sína í samstarfi við Norræna húsið og blása til málþings um söfnun á jaðrinum, umhverfi safna með sértæk markmið og söfnunargildi – hvert hlutverk þeirra sé innan vistkerfi lista og hvert þau stefna.
Erindi flytja:
Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður, stofnandi Listvinnslunnar, í stjórn Listar án landamæra og áður í stjórn Safnasafnsins
Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins
Elísabet Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Myndlistarmiðstöðvar og forstöðumaður Listasafns ASÍ
Oddný Eir Ævarsdóttir, heimspekingur, skáld og dagskrárgerðarkona
~ stutt hlé með hressingu ~
Pallborð:
Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar
Helga Lára þorsteinsdóttir, safnstjóri safnkosts RÚV og einn fulltrúa Safnaráðs
Ingibjörg Jóhannsdótttir, safnstjóri Listasafns Ísland
Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra
Sigurjón Baldvin Hafsteinsson, prófessor í safnafræðum í Háskóla Íslands
 
Stjórnendur og spyrlar eru Sunna Ástþórsdóttir (formaður stjórnar Nýlistasafnsins) og Unnar Örn Jónsson (myndlistarmaður og stjórnarmaður Safnasafnsins)
Málþingið verður þýtt og textað á ensku í rauntíma.
Aðgengi að Elissa (salur) er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.
 
Nýlistasafnið og Safnasafnið eiga það það sameiginlegt að hafa áunnið sér sess sem frumlegar skapandi stofnanir hvers hlutverk er að mæta vöntun í söfnun og miðlun hérlendis og líta til allra átta í leit sinni að listamönnum og verkum sem falla að söfnunar- og sýningarstefnu þeirra.
Þingið er hugsað sem sjálfstætt framhald málþings sem Safnasafnið hélt árið 2018 í Þjóðminjasafninu og bar heitið Frá jaðri til miðju. Þá var lögð áhersla á þróun og stöðu alþýðulistar hér á landi. Strax í kjölfarið var ljóst að þörf er á að halda á lofti orðræðu tengdri listsköpun jaðarhópa og þeirra listamanna sem falla utan „stóru listasögunnar“, en einnig hvort og á hvaða hátt söfnunarstefna safna hér á landi tekur til hugmynda um margbreytileika, jafnrétti og jafnræði. Með málþinginu er ætlunin að taka upp þessa þræði og leggja áherslu á söfnunarstefnu sem lýtur að verkum sem teljast til jaðarsins í samtímanum.
Ef það var þannig árið 2018 að jaðarinn var tiltölulega vel skilgreind eining, sem væri að nálgast miðjuna að einhverju leyti, þá mætti segja að í dag séu þessar hugmyndir óræðari. Það er erfiðara að koma auga á hvar miðjan hættir og hvar jaðarinn byrjar, eða þá hvort þessi hugtök eiga enn rétt á sér. Listamenn af ólíkum toga vinna nú saman ólíkt því sem áður var og í dag er rík krafa um að aðferðir söfnunar, og dagskrárgerðar, taki betur mið af þörfum ólíkra hópa. Á málþinginu verður lagt upp með að stofna til samtals sem horfir til margslungins samtíma með sérstaka áherslu á þau tækifæri og áskoranir sem lítil söfn með sértæka söfnunarstefnu glíma við og það umhverfi sem þeim er búið.
_____
*English
The Icelandic Folk and Outsider Art Museum and the Living Art Museum have come together in collaboration with The Nordic House and initiated a symposium focused on the collection of outsider art. The symposium will examine the environment of museums with specific goals and collection values, their role within the ecosystem of art, and where they are headed.
Speakers:
Margrét M. Norðdahl, artist, founder of Listvinnzlan, board member of Art Without Borders and former board member of the Icelandic Folk and Outsider Art Museum
Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, Collections Manager of the Living Art Museum
Elísabet Gunnarsdóttir, Chairwoman of the Board of the Icelandic Art Centre and Director of the ASÍ Art Museum
Oddný Eir Ævarsdóttir, philosopher, writer and broadcaster
~ Refreshments ~
Panel:
Auður Jörundsdóttir, Director of the Icelandic Art Centre
Helga Lára Þorsteinsdóttir, Head of Archives at RÚV, the Icelandic National Broadcasting Service and member of the Museum Council of Iceland
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Director of the National Gallery of Iceland
Jóhanna Ásgeirsdóttir, Artistic Director of Art Without Borders
Sigurjón Baldvin Hafsteinsson, Professor of Museum Studies, University of Iceland
 
 
Moderators are Sunna Ástþórsdóttir, director of the Living Art Museum and Unnar Örn Jónsson, artist and board member at the Icelandic Folk and Outsider Art Museum.
The symposium will be in Icelandic, interpreted and subtitled in English in real time.
Access to Elissa is good, accessible and gender neutral bathrooms are on the same floor.
 
The Living Art Museum and the Icelandic Folk and Outsider Art Museum have reputations as original, creative institutions, that seek out novelties and niches in art collecting and management. They look in all directions in their efforts to find and preserve works and mediums that fit their collection and exhibition strategies.
The symposium is intended as an independent continuation of a conference held by the Icelandic Folk and Outsider Art Museum in 2018 at the National Museum entitled From Periphery to Centre. The emphasis in that meeting was on the development and status of folk and outsider art. Following that discussion, it became clear that there is a need to promote discourse related to the artistic creation of marginalized groups and artists who fall outside “big art history”. There was also a need to discover whether, and in what way, the collection policies of museums in Iceland uphold ideals of participation, diversity, equality and equal autonomy among artists. This symposium aims to pick up these threads and focus on collection policies pertaining to contemporary peripheral works.
If it was true in 2018 that the periphery of art was a relatively well-defined entity, which was approaching the centre stage to some extent, then we can say that today these ideas have become more nuanced. It is harder to spot where the centre stage of art merges with the periphery, or if these concepts are even still applicable. Today, there is a strong demand that the methods of collecting and programming take better account of the needs of different groups. The symposium will set out to create a dialogue that looks at contemporary complexities, with a particular focus on the opportunities and challenges faced by small museums with specific collection policies and the environment provided for them.