Könnun um iðnaðarbil, vannýtt húsnæði og tækifæri í Svalbarðsstrandarhreppi

Í kjölfar fundar um atvinnumál sem umhverfis- og atvinnumálanefnd stóð fyrir kom í ljós að hugur manna fyrir iðnaðarbilum var töluverður.

Til að greina þörf, tilgang og áhuga betur óskum við eftir að áhugasamir um slíkt bil svari þessari könnun.

Einnig þeir sem hafa til umráða húsnæði á lausu sem gæti nýst undir margvíslega starfsemi hvort sem er með eða án lagfæringa. Þetta gætu verið ónotuð útihús, hlaða eða vélaskemma svo dæmi sé tekið.

Takið þátt í könnuninni hér.