Leikskólakennari óskast til starfa í Álfaborg

Álfaborg óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðu.

HELSTU VERKEFNI
• Vinnur samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla.
• Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
• Vinnur samkvæmt stefnu skólans
• Önnur verkefni skv. starfslýsingu ásamt verkefnum sem skólastjóri felur starfsmanni

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR
• Áhugi á að starfa með börnum og fullorðnum
• Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki, samstarfshæfni og jákvæðni til að starfa í metnaðarfullu umhverfi
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
• Stundvísi og samviskusemi
• Góð íslenskukunnátta

Álfaborg er fámennur skóli á Svalbarðseyri, í 12 km fjarlægð frá Akureyri.
Einkunnarorð skólans eru umhyggja, virðing, metnaður og gleði.
Nánari upplýsingar er hægt að sjá á https://skolar.svalbardsstrond.is við hvetjum umsækjendur til að kynna sér starf skólans nánar þar.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2023. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Umsókn skal skila á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.svalbardsstrond.is/is/thjonusta/starfsfolk/umsokn-
um-starf-hja-svalbardsstrandarhreppi

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Hafþórsdóttir leikskólastjóri: 464 5505 og í tölvupósti bryndis@svalbardsstrond.is

Svalbarðsstrandarhreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.