Öðruvísi öskudagur ?

Öskudagurinn er mikil hátíð og í ár ætla íbúar hér á Svalbarðsströnd að taka á móti syngjandi furðuverum sem ekki geta náð sér í nammimola á Akureyri sem venjulega eru gjöful mið þegar kemur að öskudagssöng og namminu sem eru laun fyrir sönginn. COVID hefur áhrif á öskudaginn eins og annað í lífi okkar þessa dagana. Furðuverur verða á ferðinni milli klukkan 9 og 11 og eiga íbúar von á áhugasömu ungviðinu í heimsókn á þessum tíma.