Sumaropnun sundlaugar Svalbarðsstrandarhrepps

Sumaropnun sundlaugar Svalbarðsstrandarhrepps

Sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps verður opnuð fyrir gesti sunnudaginn 11. júní næstkomandi.

Nú þegar skólasundi líkur og að loknum skólaslitum í Valsárskóla verður unnið að viðhaldi í sundlauginni.

Sundlaugarvörður í sumar verður Haraldur Gunnþórsson sem er mættur aftur á vaktina eftir árs pásu.

Opnunartími sundlaugar verður sá sami og hefur verið:

Sunnudagur 16-20
Mánudagur 16-20
Þriðjudagur 16-20
Miðvikudagur 16-20
Fimmtudagur 16-20

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í ár og megi þessi byrjun á sumrinu gefa góð fyrirheit um það sem koma skal.