Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir eftir starfsmanni í 80% starf í mötuneyti

Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir eftir starfsmanni
í 80% starf til að aðstoða matráð í mötuneyti Valsárskóla og Álfaborg frá og með 1. desember 2021.
Skólarnir eru á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð, í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Í
Valsárskóla eru rúmlega 50 nemendur og í Álfaborg eru 35 nemendur. Þar vinnum við saman að
því að skapa skólasamfélag sem nær árangri. Það einkennist af jákvæðum skólabrag, umhyggju,
áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum. Nánari upplýsingar um skólann má finna á
heimasíðu hans, https://skolar.svalbardsstrond.is/
Við leitum að jákvæðum og samviskusömum einstaklingi sem er skapandi og sýnir frumkvæði og
sjálfstæði í starfi, er tilbúnn að vinna með öðrum og er nemendum góð fyrirmynd. Næsta yfirmaður
er matráður.


MENNTUN OG HÆFNI:
· Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
· Íslenskukunnátta.
· Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.


HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ:
· Samvinna og aðstoða matráð í allri matargerð og frágangi í eldhúsi Valsárskóla.
· Framsetning, frágangur og uppvask í móttökueldhúsi Álfaborgar.
· Matargerð í forföllum matráðs.


Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og SÍS.
Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2021.
Rafræna umsókn vegna starfs í skólunum skal senda á skólastjórn á netföngin:
maria@svalbardsstrond.is og maggajensa@svalbardsstrond.is.
Ofangreindir gefa jafnframt nánari upplýsingar um störfin.

Umsókn skulu fylgja upplýsingar um fyrri störf, kynningarbréf, menntun og ferilskrá.
Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsækjendum.
Tekið verður tillit til samþykktar skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps við ráðningu. Í samræmi við
jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps hvetjum við karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2021.