Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir stöðu umsjónarmanns fasteigna Svalbarðsstrandarhrepps

Svalbarðseyri er við austanverðan Eyjafjörð, í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Við leitum að jákvæðum og samviskusömum einstaklingi sem er skapandi, drífandi og sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi og er tilbúnn að vinna með öðrum. Starfsmaður vinnur samkvæmt lögum og reglugerðum og skólastefnu Álfaborgar/Valsárskóla og skólastefnu Svalbarðsstrandarhrepps. 

Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir stöðu umsjónarmanns fasteigna, 100% starfshlutfall. Umsjónarmaður fasteigna er starfsmaður sveitarfélagsins og beggja skóla, Álfaborgar og Valsárskóla. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps og starfar náið með skólastjórnendum og stjórnendum hreppsins. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri.

MENNTUN OG HÆFNI:

  • Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og útsjónarsemi.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og takast á við fjölbreytt verkefni.
  • Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun æskileg.
  • Reynsla af rekstri, áætlunargerð og verkefnastjórnun æskileg.
  • Rík þjónustulund, drífandi, áhugi og metnaður.
  • Hæfni í mennlegum samskiptum

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ:

  • Alhliða umsjón og eftirlit með húseignum sveitarfélagsins.
  • Samskipti og þjónusta við notendur húsnæðis.
  • Skipulag og eftirlit með framkvæmdum og viðhaldi.
  • Áætlunargerð og eftirlit/eftirfylgni með útgjöldum.
  • Minniháttar viðgerðir.
  • Vinna með skólastjórnendum og öryggisnefnd skólanna er varðar vinnuvernd og vinnumhverfi

Kaup og kjör auglýstra starfa fara eftir samningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2021. Rafræna umsókn vegna starfa í skólunum skal senda á sveitarstjóra á sveitarstjori@svalbardsstrond.is. Ofangreindir gefa jafnframt nánari upplýsingar um starfið.

Umsókn skal fylgja upplýsingar um fyrri störf, kynningarbréf, menntun, ferilsskrá og leyfisbréf (ef við
á). Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsækjendum.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps hvetjum við karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, í síðasta lagi 1. ágúst 2021.

Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, skólana og umhverfi okkar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins svalbardsstrond.is