Sveitarstjóri á Svalbarðsströnd

Auglýsing um stöðu sveitarstjóra í Svalbarðsstrandarhreppi

Sveitarstjóri á Svalbarðsströnd

Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur leitar að öflugum einstaklingi í starf sveitarstjóra. Leitað er að kraftmiklum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að taka við skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Rík áhersla er á framgang nýs hverfis sem og áframhaldandi lagningu göngu- og hjólastígs um sveitarfélagið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið

 • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og nefnda
 • Yfirumsjón og eftirlit með verklegum framkvæmdum
 • Samskipti og upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins
 • Að gæta hagsmuna Svalbarðsstrandar og vera talsmaður sveitarfélagsins
 • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
 • Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og annarra nefnda
 • Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök og fyrirtæki
 • Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum

 

Hæfniskröfur

 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Farsæl reynsla af stjórnun, mannauðsmálum og stefnumótun
 • Góð rekstrar- og kostnaðarvitund
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum og ímynd
 • Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu
 • Menntun sem nýtist í starf

 

Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur er á Svalbarðsströnd, undir hlíðum Vaðlaheiðar við austanverðan Eyjafjörð. Íbúar sveitarfélagsins eru um 450 og býr um helmingur þeirra í þéttbýlinu Svalbarðseyri sem er á miðri Svalbarðsströndinni. Í þéttbýlinu er grunn- og leikskóli, íþróttaaðstaða, sundlaug og skrifstofa hreppsins. Í grunnskólanum Valsárskóla eru um 50 nemendur og um 40 nemendur í leikskólanum Álfaborg. Ungbarnadeild er við leikskólann þar sem börn eru tekin inn frá 9 mánaða aldri. Svalbarðsströnd er útivistarparadís þar sem strandlengjan, sjórinn og heiðin bjóða upp á óteljandi möguleika til útivistar. Hafin er gerð göngu- og hjólastígs um sveitarfélagið sem tengir Svalbarðsströnd enn frekar við nágrannasveitarfélögin en öflugt samstarf er milli sveitarfélaganna við Eyjafjörðinn. Svalbarðsstrandarhreppur er í örum vexti og þar rís nú nýtt hverfi við sjávarsíðuna þar sem njóta má fjölbreytts fuglalífs og stórkostlegs útsýnis.

 

Nánari upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.