Tilkynning frá yfirkjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps

Með vísan til reglugerðar nr. 330/2022 um sveitarstjórnarkosningar tilkynnis hér með lengdan framboðsfrest til að skila inn framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga í Svalbarðsstrandarhreppi þann 14. maí 2022.

Framboðsfrestur framlengist til kl. 12:00 sunnudaginn 10. apríl 2022. Fulltrúar yfirkjörstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps veita móttöku framboðslistum í Ráðhúsi Svalbarðsstrandarhrepps sunnudaginn 10. apríl 2022 frá kl. 10:00-12:00.

 

Ef frekari upplýsinga er þörf er hægt að hafa samband við yfirkjörstjórn í síma 862-3243.

Yfirkjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps

kjorstjorn@svalbardsstrond.is