Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Sólbergs

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir tillögu að deiliskipulagi frístundahverfis í landi Sólbergs, vestan Vaðlaheiðarvegar, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Í tillögunni er gert ráð fyrir 14 frístundalóðum að stærðinni frá 5.000 m² til 5.800 m².

Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði eignarlóðir og að aðkoma að svæðinu verði frá Vaðlaheiðarvegi.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri og á http://www.svalbardsstrond.is til 8. febrúar 2012. Athugasemdum við tillöguna skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir kl. 16 sama dag.

Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests telst samþykkur henni.

Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Skipulagsgögn: