Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps 2023

Umhverfis- og atvinnumálanefnd ákvað á fundi sínum að veita annarsvegar viðurkenningu fyrir fyrirtæki ársins og hinsvegar fyrir lóð hjá einstaklingum.

Gígja Kjartansdóttir Kvam og Roar Kvam í Fossbrekku hlutu umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir snyrtimennsku, fallega og vel hirta lóð. Það er alltaf snyrtilegt heim að líta í Fossbrekku, byggingum vel við haldið og ræktarlegur trjágróður myndar fallega og stílhreina umgjörð um garðinn og heimilið.

Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir hlutu viðurkenningu fyrir Safnasafnið. Umgjörð og aðkoma að safninu og umhverfi þess er snyrtileg, húsakosti vel við haldið, sem og lóð og garði. Listaverk og gróður setja skemmtilegan stíl á umhverfið og ramma inn starfsemi safnsins.

Sveitarstjóri og formaður Umhverfis- og atvinnumálanefndar afhentu þeim viðurkenninguna fimmtudaginn 5. október.

Við óskum viðurkenningahöfum innilega til hamingju.