Umsjónarmaður fasteinga

Gengið hefur verið frá ráðningu umsjónarmanns fasteigna hjá Svalbarðsstrandarhreppi. Alls sóttu níu einstaklingar um starfið, fimm voru boðaðir í viðtal og þrír í annað viðtal. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi á að starfa með okkur í Svalbarðsstrandarhreppi.

Fjórir þættir réðu mestu um niðurstöðu ráðningar í samræmi við auglýsingu starfsins: skipulagshæfileikar og frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að takast á við fjölbreytt verkefni, menntun (iðnmenntun æskileg), reynsla af rekstri og áætlunargerð/verkefnastjórn (æskileg).

Ákveðið hefur verið að ráða Tómas Inga Jónsson sem umsjónarmann fasteigna. Tómas hefur mikla og góða reynslu af áætlunargerð og rekstri almennt, hefur reynslu af framkvæmdum, skipulagi þeirra og eftirfylgni auk þess sem hann hefur góða reynslu af því að vinna með unglingum, í félagsstörfum og viðhaldi/uppbyggingu fasteigna.

Við bjóðum Tómas velkominn til starfa. Tómas hefur hafist handa við að setja sig inn í þau verkefni sem verið er að vinna í sumar og verður kominn í fullt staf í byrjun ágúst.

 

Björg Erlingsdóttir

Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps