Veðurviðvörun - Norðurland eystra

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir þriðjudaginn 23. maí. Gert er ráð fyrir suðvestan 18-23 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll.
Víða getur verið varasamt ferðaveður, sérstaklega fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum (t.d. trambólín og garðhúsgögn).
Við bendum fólki á að hægt er að fylgjast með færð á www.umferdin.is og veðri á www.vedur.is