Skátanámskeið

Viðburðir
26.-28. júl

 

Dagana 19. - 21. júlí og 26. - 28. júlí verður haldið spennandi útilífsnámskeið sem hún Bryndís okkar Hafþórsdóttir ætlar að stjórna. Þar fræðast krakkarnir um allt sem viðkemur því að rata um náttúruna, búa sig og binda hnúta. Krakkarnir læra að fara eftir kroti, fræðast um örnefni í nágrenninu og fá kannski að búa til ný örnefni.

ÚTIVERA – SKÁTALEIKIR - ÆVINTÝRALEIÐANGRAR

  • Staður: Valsárskóli
  • Kennari: Bryndís Hafþórsdóttir
  • Dagsetning: 19. - 21. júlí og 26. - 28. júlí
  • Tími: 13:00 – 16:00
  • Verð: 7.500 kr. vikan (3 dagar)