Félagsmálanefnd

4. fundur 14. september 2012 kl. 11:00
Nefndarmenn
  • Ómar Þór Ingason formaður
  • Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir varaformaður
  • Eva Hilmarsdóttir ritari
  • Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eva Hilmarsdóttir

Fundargerð
4. fundur félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, föstudaginn 14. september 2012 kl. 11:00.

Fundinn sátu: Ómar Þór Ingason formaður, Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir varaformaður, Eva Hilmarsdóttir ritari og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Eva Hilmarsdóttir, ritari.

Dagskrá:

1. 1205012 - Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi
Þórdís Ósk Jóhannsdóttir, Laugartúni 4 á Svalbarðseyri hefur sótt um leyfi til að starfa sem dagmóðir á heimili sínu. Skóladeild Akureyrar var fengin til að meta umsóknina skv. bókun sveitarstjórnar á 29. fundi hennar þann 8. maí 2012. Mat skóladeildar er að Þórdís uppfylli öll skilyrði til að starfa sem dagforeldri, sbr. meðfylgjandi gögn.
Félagsmálanefnd samþykkir, með tilvísan til reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr 907/2005, að veita leyfið að því tilskyldu að girt verði af leiksvæði fyrir börnin hið fyrsta og að tryggt verði að börnin verði aldrei vör við reykingar sbr. lög um tóbaksvarnir nr 6/2002. Félagsmálanefnd mælist til þess að heimilishundurinn hafi ekki aðgang að afgirtu útileiksvæði barnanna og að leitast verði við að takmarka gestagang á gæslutíma.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15.