Félagsmálanefnd

1. fundur 03. nóvember 2010 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • E. Fjóla Þórhallsdóttir
  • Eva Hilmarsdóttir
  • Ómar Þór Ingason
  • Guðmundur Stefán Bjarnason
  • Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð:
1. fundur félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 3. nóvember kl. 15 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.

E. Fjóla Þórhallsdóttir, Eva Hilmarsdóttir, Ómar Þór Ingason, Guðmundur Stefán Bjarnason og Jón Hrói Finnsson.

Dagskrá:

1. Verkaskipting nefndar
Ómar Þór Ingasonvar kjörinn formaður, varaformaður var kjörin E. Fjóla Þórhallsdóttir og Eva Hilmarsdóttir var kjörin ritari.

2. Ferlimál aldraðra og öryrkja.
Fyrir liggur beiðni um ferliþjónustu fyrir einstakling vegna ferða til lækna, sjúkraþjálfara o.fl. Ómar Þór fór yfir málið sem aðstandandi en vék að því loknuaf fundi.
Lagt er til að orðið verði við beiðninni um þjónustuna og að samið verði við aðstandendur um að inna hana af hendi. Lagt verður mat á þörf á ferðafjölda eftir fyrsta mánuðinn.
Ómar kom aftur inn að afgreiðslu lokinni.

3. Þjónustumat öryrkja.
Fyrir liggur þjónustumat fjölskyldudeildar Akureyrar fyrir nokkra einstaklinga í sveitarfélaginu. Matið var gert að beiðni fyrri félagsmálanefndar. Ómar upplýsti að markmiðið hefði verið að skoða hvort þjónustan væri nægjanleg og að ekki hefði staðið til að þjónusta yrði skert vegna þess. Nefndin mælist til að þjónusta verði ekki skert frá því sem verið hefur og að leitað verði leiða til að efla félaglega liðveislu hjá þeim þjónustuþegum sem hafa slíka þörf skv. matinu.
Nefndin óskar eftir að sjá þjónustumat annarra þjónustuþega og að gerð verði drög að þjónustulýsingu og viðmiðunarreglum fyrir næsta fund.

4. Trúnaðarmál.
Vísað til trúnaðarbókar.

5. Viðbrögð við vanskilum í leik-, grunn- og tónlistarskóla.
Umræða um viðbrögð sveitarfélagsins þegar upp koma vanskil vegna gjalda í leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Nefndin leggur til að sett verði upp úrræði fyrir fólk sem ekki getur staðið í skilum sem hægt væri að sækja um. Hugmyndir ræddar um aukna dreifingu og/eða styrki til greiðslu gjalda. Rætt um að úrræði verði tengt því að fólk leiti sér fjármálaráðgjafar frá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar. Nefndin telur rétt að þjónustan yrði veitt á félagslegum forsendum og að umsóknir færu ekki fyrir skólayfirvöld. Nefndin leggur jafnframt til að upplýsingar um rétt íbúa til bóta verði teknar saman og gerðar aðgengilegar íbúum.

Annað ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl. 17:15