Félagsmálanefnd

6. fundur 18. maí 2010 kl. 21:00
Nefndarmenn
  • Guðfinna Steingrímsdóttir form.
  • Ómar Þór Ingason
  • Helga Kvam
  • Sveitarstjóri.

Félagsmálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

6. fundur

Þriðjudaginn 18. maí kl 21:00 í Ráðhúsinu.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn:

Guðfinna Steingrímsdóttir, form., Ómar Þór Ingason og Helga Kvam, auk sveitarstjóra.

 

Formaður setur fund og býður fundarfólk velkomið.

 

1. Heimaþjónusta – Niðurstaða þjónustumats.
Árni fór yfir niðurstöður þjónustumats sem þegar liggur fyrir.

 

2. Þjónusta við aldraða s.s. félagsstarf.

Umræða um félagsstarf aldraðra, bæði í gegnum Kvenfélagið og eins tómstundastarf aldraðra í Eyjafjarðarsveit. Lagt er til að Kvenfélagið hafi forgöngu að því að kynna eldri borgurum félagsstarfið á Hrafnagili sem Svalbarðsstrandarhreppur er þátttakandi í.

 

3. Tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 14. maí s.l. v/frumvarp til barnaverndarlaga, 557. mál.

Lagt fram til kynningar.

 

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl.23:05

 

Fundargerð ritaði Helga Kvam