Félagsmálanefnd

16. fundur 28. maí 2020 kl. 17:00 - 18:30 Ráðhúsið
Nefndarmenn
  • Gísli Arnarson
  • Svava Hrund Friðriksdóttir
  • Anna Dísa Jóelsdóttir
  • Björg Erlingsdóttir
Starfsmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Fundargerð

16. fundur félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 28. maí 2020 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Gísli Arnarson, Svava Hrund Friðriksdóttir, Anna Dísa Jóelsdóttir og Björg Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Einnig sat fundinn Anna Karen Úlfarsdóttir

Dagskrá:

1.

Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19 - 2005016

 

Máli vísað frá sveitarstjórn til félagsmálanefndar

 

Farið yfir þau verkefni sem vitað er að eru í undirbúningi fyrir þennan aldurshóp.Félagsmiðstöð verður opin yfir sumartímann á sömu tímum og er á veturna og nemendur í framhaldsskóla. Rætt um að setja af stað leikjanámskeið sem verði virka daga milli klukkan 13 og 17. Sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu um utanumald og fjármögnun til sveitarstjórnar. Gert verður viðburðadagatal þar sem hægt verður að finna það sem í Boði er fyrir mismundani aldurshópa.

 

Samþykkt

     

2.

Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 - 2005015

 

Máli vísað frá sveitarstjórn til félagsmálanefndar

 

Boðið verður uppá hádegisverð fyrir eldri borgara tvisvar í viku í júní og ágúst, einu sinni í júlí þar sem eldhúsið í skólanum verður lokað eftir miðjan júlí. Sveitarstjóra falið að ræða við eldri borgara um dagskrá fyrir hádegisverðinn og athugað verði hvort hægt sé að fá bil sem nær í íbúa utan Svalbarðseyrar.

 

Samþykkt

     

3.

Félagsstarf eldri borgara - 1402008

 

Farið yfir félagsstarf eldri borgara

 

Vísað til umræðu með fyrra máli

 

Samþykkt

     

4.

COVID-19 - 2003009

 

Covid-19 hafði mikil áhrif á samfélagið

 

Ekkert smit greindist í Svalbarðsstradarhreppi en þónokkrir voru í einangrun. Skólahaldi var breytt og aðlagað aðstæðum. Fylgst var með aðstæðum eldri borgara, hringt og athugað hvort aðstoðar væri þörf. Viðbragðsáætlanir voru birtar á heimasíðu og reglulegir fundir með almannavarnarteymi svæðisins haldnir. Viðbragðshópur starfaði innan stjórnsýslu Svalbarðsstrandarhrepps og allir starfsmenn unnu samhentir að því að framfylgja tilmælum yfirvalda. Nefndin þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf.

 

Samþykkt

     

5.

Trúnaðarmál - félagsmálanefnd - 2005018

 

Trúnaðarmál

 

Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Málinu vísað til sveitarstjórnar til samþykktar

     

6.

Trúnaðarmál - félagsmálanefnd - 2005018

 

Trúnaðarmál

 

Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Málinu vísað til sveitarstjórnar til samþykktar

 

Samþykkt

     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.

 

Gísli Arnarson

Svava Hrund Friðriksdóttir

Anna Dísa Jóelsdóttir