Félagsmálanefnd

5. fundur 05. febrúar 2010
Nefndarmenn
  • Guðfinna Steingrímsdóttir form.
  • Ómar Þór Ingason
  • Helga Kvam
  • Sveitarstjóri

Félagsmálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

5. fundur

Föstudaginn 5. febrúar kl 14:00 í Ráðhúsinu.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn:

Guðfinna Steingrímsdóttir, form., Ómar Þór Ingason og Helga Kvam, auk sveitarstjóra.

 

Formaður setur fund og býður fundarfólk velkomið.

 

1. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Svalbarðsstrandarhrepps.
Félagsmálanefnd leggur til að jafnréttisáætlunin verði samþykkt.

 

 

2. Heimaþjónusta - staða.

Kynnt. 8 heimili njóta heimaþjónustu í sveitarfélaginu..

Lagt er til að kallað verði eftir endurmati á þörf fyrir heimaþjónustu.

 

3. Erindi frá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar dags. 2. febrúar s.l.

Félagsmálanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að sveitarstjórn samþykki að verða við erindinu.

 

4. Erindi frá Kristínu S. Bjarnadóttur dags. 9. janúar s.l. v/einelti og erindi frá stjórn foreldrafélags Valsárskóla dags 31. janúar sl v/eineltismála.

Kynnt. Umræður um hvernig hægt er að vinna saman til að auka samstöðu og traust í samfélaginu.

 

 

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 15:40

 

Fundargerð ritaði Helga Kvam