Félagsmálanefnd

3. fundur 10. nóvember 2008 kl. 20:30
Nefndarmenn
  • Ómar Ingason
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Helga Kvam
  • Sveitarstjóri

Félagsmálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

3. fundur

Mánudagurinn 10. nóvember kl 20:30 í Ráðhúsi.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn:

Ómar Ingason, Guðfinna Steingrímsdóttir, Helga Kvam auk sveitarstjóra.

 

Formaður setur fund og býður fundarfólk velkomið.

 

1. Sérstakar húsaleigubætur.

Drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur í Svalbarðsstrandarhreppi kynntar. Enn fremur voru kynnt drög að samræmdum viðmiðunarreglum um sérstakar húsaleigubætur frá Félagsmálaráðuneytinu. Nefndin telur eðlilegt að beðið sé endanlegrar niðurstöðu áður en reglurnar eru frágengnar. Nefndin tekur jákvætt í að slíkar reglur verði samþykktar hér í sveitarfélaginu.

 

 

2. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 2. júlí s.l. varðandi aðsetur matsteyma.

Kynnt

 

 

3. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 11. júní s.l. varðandi reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými.

Félagsmálanefnd leggur til að afgreiðsla umsókna verði unnin hjá Búsetudeild Akureyrarbæjar og samið um það, en tryggt verði að afrit umsókna berist skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps til kynningar í Félagsmálanefnd.

 

4. Afrit af bréfi frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar dags. 20. okt. s.l. til félags- og tryggingarmálaráðherra v/ályktun nefndarinnar vegna fækkunar meðferðarrýma fyrir born og unglinga í vanda á heimilum og stofnunum sem ríkið rekur skv. 79. gr. Laga nr. 80/2002.

Kynnt

 

5. Önnur mál.

Rætt um möguleika í félagsstarfi eldri borgara. Guðfinna tekur að sér að kanna hug fólksins.

 

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 22:55.

 

Fundargerð ritaði Helga Kvam