Félagsmálanefnd

22. fundur 14. júní 2023 kl. 12:30 - 14:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Svava Hrund Friðriksdóttir formaður
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir Sveitarstjóri

Dagskrá:

1.

Félagsstarf eldri borgara - 1402008

 

Farið yfir félagsstarf eldri borgara.

 

Rætt um að eldri borgarar fái afnot af íþróttasal í Valsárskóla einn dag í viku tvo tíma í senn. Rætt um að sundlaugin á Svalbarðseyri verði opinn einn dag í viku frá kl 14:00 til 16:00 í sumar fyrir eldri borgara.

 

Samþykkt

 

   

2.

Yfirlit yfir veitta félagsþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi - 1204001

 

Farið yfir fjölda þjónustuþega og veitta þjónustu.

 

Farið yfir fjölda þjónustuþega og tegund þjónustu hjá Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Samþykkt

 

   

3.

Jafnréttisáætlun 2022-2026 - 1908004

 

Lögð fram drög að áætlun og breyting á eldri áætlun.

 

Félagsmálanefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2023-2026 verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

 

Samþykkt