Félagsmálanefnd

8. fundur 17. nóvember 2016 kl. 19:30
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir formaður
  • Inga Margrét Árnadóttir aðalmaður
  • Gísli Arnarson aðalmaður
  • Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

8. fundur félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 17. nóv. 2016 kl. 19:30.

Mættir voru Anna Karen Úlfarsdóttir formaður, Inga Margrét Árnadóttir aðalmaður, Gísli Arnarson aðalmaður og Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Dagskrá:

Almenn mál

1.

Staða mála - Nýjustu upplýsingar um veitta þjónustu í hreppnum.
Sveitarstjóri fór yfir þá þjónustu sem veitt er í dag og til hverra.

 

 

2. Vangaveltur um þörf fyrir starfsmann í heimaþjónustu og mögulegt samstarf
við nágrannasveitarfélögin í þeim efnum.
Rætt um mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélögin og ákveðið að hafa
samband við félagagsmálanefndir þeirra varðandi þessi mál.

3. Trúnaðarmál - Ósk um félagslega íbúð.
Lagt fram til kynningar.

4. Upplýsingabæklingur sveitarfélagsins á pólsku.
Lagt fram til kynningar. Bæklingurinn verður vonandi kominn á heimasíðu
sveitarfélagsins fyrir lok næstu viku.

Fundi slitið kl. 21:00