Skólanefnd

9. fundur 29. október 2019

Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir og Inga Margrét Árnadóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Einnig mættir á fundinn áheyrnarfulltrúar:

Harpa Helgadóttir, fulltrúi starfsmanna Valsárskóla

Hanna Dóra Ingadóttir, fulltrúi starfsmanna Álfaborgra

Vilhjálmur Rósantsson, fulltrúi foreldrafélags Álfaborgar

Harpa Barkardóttur fulltrúi foreldrafélags Valsárskóla

Dagskrá:

1.

Tillögur skólanefndar um framtíðarskipulag fyrirkomulag skólastarfs í Svalbarðsstrandarhreppi - 1910012

 

Tillögur skólanefndar um framtíðarskipulag skólamál lagðar fram.

 

Bókun skólanefndar:
Í byrjun árs 2019 var ákveðið að gerð skyldi úttekt á stöðu grunn- og leikskóla nokkrum árum eftir sameiningu. Lagt var upp með að fá upplýsingar um faglegt starf, kosti og galla þess að skólarnir voru sameinaðir. Úttektin var unnin af StarfsGæði ehf og þar kemur fram að skerpa þurfi á stjórnun og skipulagi í sameinuðum Valsárskóla. Lagðar eru fram þrjár tillögur að leiðum. Leið eitt þar sem gert er ráð fyrir sameinuðum skóla með tveimur skólastjórum, leið tvö þar sem gert er ráð fyrir einum skólastjóra, deildarstjórum í báðum skólum og leið þrjú þar sem skólarnir eru reknir sem sjálfstæðar einingar og þannig farið tilbaka til þess fyrirkomulags sem var fyrir sameiningu.

Eftir að hafa farið ítarlega í gegnum úttektina, kosti og galla hverrar leiðar, fundi með ráðgjafa og umræðu með starfsmönnum og fulltrúum foreldrafélaga auk punkta frá starfsfólki leik- og grunnskóla dagsett 14.og 15.okt 2019 leggur skólanefnd til að farin verði leið 1 sem tilgreind er í úttektinni.
Leið 1 byggir á þeirri meginhugsun að áfram verði einn leik- og grunnskóli í sveitarfélaginu, Valsárskóli. Skólastjórar leik- og grunnskóla mynda skólastjórn sem sér og um stjórnar sameiginlegum verkefnum og stefnumótun. Starfsmenn leikskóla heyra undir verkstjórn leikskólastjóra, starfsmenn grunnskóla undir skólastjóra grunnskóla. Starfsmenn sem heyra undir stoðkerfi heyra undir sameiginlega verkstjórn, skólastjórn.
Skólanefnd leggur til að Inga Sigrún Atladóttir verði sem áður skólastjóri grunnskóla en ráðinn verði skólastjóri að leikskólanum.
Skólanefnd leggur áherslu á að þessum breytingum verði fylgt eftir með skýrum starfslýsingum og verkaskiptingu, ráðgjöf til stjórnenda og eftirfylgni með þróun starfsins. Skólanefnd leggur áherslu á að sem minnst rask verði á starfsemi stofnananna sem um ræðir.
Fundarmenn ræða niðurstöðu skólanefndar. Áheyrarfulltrúar óska eftir rökstuðningi skólanefndar á þessari niðurstöðu. Skólanefnd leggur áherslu á að bregðast þurfi við þeim vanda sem snýr að stjórnun og kemur fram í skýrslu Starfsgæða ehf.. Skólanefnd hefur farið vel yfir skýrslu Starfsgæða, lesið eldri skýrslur og rætt við aðila sem málið varðar. Fundur var haldinn með starfsmönnum og hlustað á hugmyndir/áherslur starfsmanna.
Bókun skólanefndar vísað til sveitarstjórnar

     

2.

Bréf til skólanefndar - 1909006

 

Málinu var frestað á síðasta fundi skólanefndar (nr. 08) og óskað eftir skýringum frá skólastjóra á efni bréfsins.

 

Málinu frestað til næsta fundar og óskað eftir að skólastjóri sendi svar við efni bréfsins í síðasta lagi 8. nóvember 2019.

     

3.

Skólamatur - erindi frá foreldrum barna í Valsárskóla. - 1910013

 

Erindi frá nokkrum foreldrum barna við Valsárskóla þar sem óskað er eftir að grænmetismiðuð máltíð sé í boði einu sinni í viku.

 

Mál nr. 3 og 4 rædd saman. Erindin snúast um að fjölbeytt framboð sé á mat í skólanum. Skólanefnd þakkar fyrir ábendingarnar og vísar málinu til matráðs.

     

4.

Skólamatur - erindi frá nemendum í Valsárskóla (9.-10. bekkur) - 1910015

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Kvörtun frá nokkrum nemendum við Valsárskóla þar sem bent er á að kjötrétti vanti á matseðil og óskað er eftir að boðið sé uppá kjötrétti tvisvar í viku.

 

Mál nr. 3 og 4 rædd saman. Málin snúa að fjölbeytt framboð sé á mat í skólanum. Skólanefnd þakkar fyrir ábendingarnar og vísar málinu til matráðs.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.

 

 

Sigurður Halldórsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Inga Margrét Árnadóttir