Sveitarstjórn

2. fundur 13. júlí 2010

2. fundur sveitarstjórnar Svalbðsstrarandarhrepps 2010-2014,
haldinn í Ráðhúsinu 13. júlí 2010 kl. 13.00

Allir aðalmenn mættir.

Fyrir var tekið:

1. Ráðning sveitarstjóra – staðan.
Rætt um stöðuna varðandi ráðningarsamning sveitarstjóra – drög lágu fyrir. Í lok fundar var farið yfir samninginn með verðandi sveitarstjóra og hann samþykktur af beggja hálfu. Í lok fundar var síðan skrifað undir.

2. Staða framkvæmda.
Guðmundur fór yfir stöðuna varðandi gámaplan á eyrinni ásamt grófum kostnaðartölum. Ákveðið að fá tölur í hvað myndi kosta að steypa rampa við gámana.
Plan við suðurenda hreppsins er nú tilbúið, framhaldi varðandi hvernig gámar verða settir upp vísað til Umhverfisnefndar.
Einnig lá fyrir gróf kostnaðaráætlun varðandi stíg frá skólanum niður í föru. Ákveðið að hafa samband við Árna Ólafs varðandi stíginn. Málinu vísað til Skipulagsnefndar.
Byrjað er að mála í skólanum en verkinu mun ekki verða lokið fyrir skólabyrjun en mun þá verða gert um helgar.
Ákv. að skoða á milli funda hvort ástæða er til að fara í meiri endurbætur á sundlaugarhúsinu og hvað það myndi kosta.
Lækurinn verður færður í haust. Stefán Sveinbjörnsson mun vinna verkið.

3. Bréf frá Hólmkeli Hreinssyni varðandi landspildu úr landi Sunnuhlíðar á Svalbarðsströnd.
Erindið er að óska eftir að fá að taka spilduna úr landbúnaðarnotum. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

4. Bréf frá Jónasi Halldórssyni varðandi hugmynd að búnaðar- og búháttarsafni.
Sveitarstjórn finnst hugmyndin góð.

5. Lokaafgreiðsla vegna nefndarskipunar.
Þau mistök urðu við skipan nefnda að annar skoðunarmaður er jafnframt varamaður í sveitarstjórn. Samkv. lögum má það ekki vera svo. Tillaga var gerð um Ómar Ingason í hennar stað og var það samþykkt. Sigríður Helgadóttir og Elsa Valdemarsdóttir hafa óskað eftir að taka ekki varamannasæti í bókasafnsnefnd, tillaga var gerð um Halldóru Kjartansdóttur og Önnu Maríu Snorradóttur í þeirra stað og var það samþykkt. Eftir var að kjósa í stjórn Minjasafnsins og tillaga var gerð um að sveitarstjóri sæti sem fulltrúi í stjórninni og var það samþykkt.

6. Þóknun til sveitarstjórnar- og nefndamanna.
Samþ. að þókun verði eftirfarandi, laun oddvita lækka í 7% af þingfararkaupi, laun annarra sveitarstjórnarmanna hækka í 3.5%, fundaþóknun helst óbreytt. Breytingin tekur gildi frá og með 1. júlí 2010.

7. Fundargerð 1. fundar skólanefndar v. Valsárskóla.
Fundargerð rædd og samþykkt.

8. Fundargerð 2. fundar skólanefndar v. Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar.
Árni Bjarnason fráfarandi sveitarstjóri óskaði eftir að bóka athugasemdir við fundargerðina og varð sveitarstjórn við því. Athugasemdin snýr í fyrsta lagi að boðun fundar Skólanefndar þar sem, hann, sem sitjandi sveitarstjóri var ekki boðaður á fundinn. Taldi það óeðlilegt þar sem rætt var um stóra fjárhagsliði. Einnig gerði hann athugasemd við að fundargerð hefði verið breytt eftir undirritun án þess að nefndin væri kölluð saman að nýju. Aths, lýkur.Um var að ræða lítilsháttar breytingar þar sem orðalag var ekki í samræmi við viðteknar venjur. Í fundargerð stóð “skólanefnd samþykkir” og var breytt í “skólanefnd mælir eindregið með”. Formaður nefndarinnar tók á sig þessi mistok og ákveðið var að fresta afgreiðslu fundargerðarinnar til næsta fundar og gefa skólanefnd tækifæri til að koma saman og leiðrétta þetta formlega. Helga Kvam vék af fundi við umræðu um fundargerðina en Árni Bjarnason óskaði eftir að hún kæmi aftur inn vegna athugasemdanna sem að framan greinir.

9. Ágóðahlutur 2010 til aðildasveitarfélaga EBÍ.
Lagt fram til kynningar.

10. Bréf frá stjórn Menningarfélagsins Hofs.
Lagt fram til kynningar.

11. Kynningarbréf frá Alta.
Lagt fram til kynningar.

12. Gögn lögð inn í Héraðskjalasafnið.
Lagt fram til kynningar

13. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra 127. fundur 29. júní 2010.
Lagt fram til kynningar.

14. Fundargerð stjórnar Eyþings 214. fundur 10. júní 2010.
Lagt fram til kynningar.

15. Fundargerð Hafnarsamlags Norðurlands 150. fundur 2. júlí 2010.
Lagt fram til kynningar.

16. Heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

17. Frumvarp til laga um stjórn vatnamála, 651. mál, til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

18. Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, 660. mál, til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

19. Frumvarp til laga um iðnaðarmálagjald, 661. mál, til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

20. Önnur mál:

a. Fundargerð 78. fundar byggingarnefndar frá 6. júlí s.l.
Sveitarsjórn samþykkir liði 2 og 3. í fundargerð.

b. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 05.07. s.l. vegna boðunar á landsþing Sambandsins 29.sept. n.k.
Lagt fram til kynningar.

c. Bréf varðandi umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags frá 2. júlí s.l.
Bókað í trúnaðarmálabók.
Leitað var samþykkis sveitarstjórnar um að taka erindið fyrir. Guðmundur Bjarnason vék af fundi meðan málið afgreitt.

Fleira ekki fært til bókar.