3. fundur sveitarstjórnar Svalbðsstrarandarhrepps 2010-2014, haldinn í Ráðhúsinu 20. ágúst 2010 kl. 13.00
Fundarmenn:Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Telma Þorleifsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.
Fyrir var tekið:
1. Framkvæmdir – staða
Á óformlegum vinnufundi þann 03.08.2010 var samþykkt að byrja framkvæmdir við gámaplanið og staðfestir þessi fundur þá samþykkt. Guðmundur Bjarnason gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdir við planið hafnar og var tilboð Stefáns Sveinbjörnssonar tæpar 2.9 millj. Ákveðið að setja lýsingu við planið og bjóða upp á raftengingu við gámana tvær leiðir eru í stöðunni, annars vegar að leggja í núverandi töflu eða taka nýja heimtaug. Ákveðið að taka heimtaug og Jóni Hróa falið að finna lausn á staðsetningu á mælakassa. Guðmundur gerði einnig grein fyrir kostnaði við að gera ramp við gámasvæðið. Samþykkt að fá tilboð í rampinn og gera hann fari kostnaður ekki upp fyrir framlagða kostnaðaráætlun. Fundurinn staðfestir einnig ákvörðun um skjólvegg sem ákveðið var að gera við Æskuskúrinn og er því verki lokið. Síðan var lögð fram kostnaðaráætlun vegna göngustígs með Valsánni, annarsvegar fyrir malarstíg og hins vegar malbikaðan stíg. Sveitarstjóra falið að fá tölur í malarstíg.
Hellur á leikskólalóð. Enn er ekki búið að klára að ganga frá hellum á leikskólalóðinni og er Jóni Hróa falið að láta klára það ásamt því skoða frágang á hellunum við leiksvæðið á skólalóðinni.
2. Umsókn um stöðuleyfi til 2ja ára fyrir aðstöðuhús frá Gesti Jenssyni.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
3. Gjaldskrár dagvistunar og tónlistarskóla fyrir skólaárið 2010-2011
Lagt til að gjald fyrir dagvistun verði óbreytt. Samþykkt. Lagt til að hækka gjaldskrána í Tónlistarskólanum um 3%. Samþykkt.
4. Fundargerð Skólanefndar tónlistarskóla 2. fundur frá 30. júní 2010
Helga Kvam vék af fundi undir þessum lið. Afgreiðslu fundargerðar var frestað á síðastafundi Sveitarstjórnar og tekin fyrir aftur nú. Samþykkt að ráða Andra Kristinsson í allt að 50% starfshlutfall. Skólastjóra falið að skipuleggja rammann miðað við fulla nýtingu. Varðandi 6. lið er samþykkt að kaupa litaprentara en skólastjóra og sveitarstjóra falið að kanna verð á ísskápum fyrir næsta fund. Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
5. Fundargerð 4. fundar Skólanefndar grunnskóla frá 20. ágúst 2010
Fyrsti liður starfslokasamningur við Ómar Þór Guðmundsson. Sveitarstjórn samþykkir starfslokasamninginn og vísar kostnaði við hann til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Annar liður. Varðar umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags er samþykktur með fyrirvara, en Jóni Hróa falið fullt umboð til að ljúka þessu máli. Ef um kostnað er að ræða er honum vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
6. Fundargerð Skólanefndar leikskóla frá 19. ágúst 2010
Fundargerð samþykkt. Varðandi strykbeiðni tekur sveitarstjórn jákvætt í erindið og Jóni Hróa falið að fylgja málinu áfram.
7. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi vinnu starfshóps vegna endurskoðunar gildandi laga- og reglugerðarákvæða um Jöfnunarsjóð.
Lagt fram til kynningar. Jóni Hróa falið að kynna sér hvað önnur sveitarfélög ætla að gera varðandi viðbrögð við endurskoðuninni.
8. Bréf 5. ágúst 2010 frá Flokkun varðandi urðun á urðunarstaðnum Stekkjarvík
Jóni Hróa falið að koma á fundi með sveitarstjórum á svæðinu sem fyrst til að fara yfir stöðu mála og ræða möguleg úrræði.
9. Fundargerð Hafnarsamlags 151. fundur, 9 ágúst 2010
Lagt fram til kynningar
10. Fundargerð Skipulagsnefndar 1. fundur 19. júlí 2010
Fundargerð samþykkt.
11. Önnur mál
Leitað var afbrigða frá boðaðri dagskrávegna eftirtalinna mála:
a. Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps í vinnuhópi um sameiningu sveitarfélaga á svæði Eyþings.
Samþykkt að Anna Fr. Blöndal verði áfram fulltrúi og Eiríkur Haukur Hauksson til vara.b. Boðun XXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.c. Styrkbeiðni vegna samskólaferðar frá starfsmönnum Valsárskóla dags. 03.06.2010.
Áður tekið fyrir á 1. fundi sveitarstjórnar þann 14. júní 2010. Sjá lið. 7. í þessari fundargerð.d. Styrkbeiðni frá Sumarhjálpinni.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.e. Styrkbeiðni frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Samþykkt að styrkja um kr.30.000,-f. Styrkbeiðni frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.g. Erindi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS Iceland
Lagt fram til kynningar. Áhugavert að skoða fyrir næsta ár.h. Erindi frá ritnefnd árbókar Þingeyinga.
Jóni Hróa falið að skoða málið.i. Greið leið ehf. Bréf til hluthafa frá 18. ágúst s.l. varðandi aukningu á hlutafé.
Sveitarsjórn samþykkir að skrifa undir viljayfirlýsingu um aukningu hlutafjár.j. Fyrirspurn frá Thelmu B. Þorleifsdóttur varðandi skólabílinn, hvort hægt er að láta skólabílinn fara inn á Akureyri í seinni ferð.
Ákveðið að gera þetta til reynslu fram að áramótum. Jóni Hróa falið gera tillögur að útfærslu í samvinnu við bílstjórann og leggja fyrir næsta fund.
Fleira ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl. 16.40