Sveitarstjórn

5. fundur 12. október 2010

Fundargerð:

5. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 12. október kl.13:30 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.

Fundarmenn: Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Telma Þorleifsdóttir, Eiríkur H. Hauksson og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Fundargerð ritar Anna Fr. Blöndal.

Fyrir var tekið:

1. Vatnsveita í Svalbarðsstrandarhreppi.
Borist hefur erindi frá Norðuorku, dagsett 29. september 2010, þar sem óskað er aðkomu Svalbarðsstrandarhrepps að uppbyggingu á vatnsveitu í Svalbarðsstrandar­hreppi til að tryggja að ekki komi til vatnsþurrðar í suðurhluta sveitarfélagsins í tengslum við gerð Vaðlaheiðaganga. Vísað er til jákvæðra samfélagsáhrifa af lögn frá Garðsvík umfram áhrifa lagnar frá Akureyri, yfir Leiruveg.
Jón Hrói fór yfir stöðu mála og samskipti við Norðurorku. Verið er að skoða tvær leiðir. Annars vegar lögn frá Akureyri og hins vegar lögn frá Garðsvík. Vegagerðin er tilbúin til að borga lögnina frá Akureyri þar sem hún er ódýrari en Norðurorka vill frekar leggja Garðsvíkurveitu. Telur það betri kost fyrir sveitarfélagið. Samþykkt að skipa vinnuhóp til að funda með Norðurorku varðandi vatnsveitumálin. Ákveðið að Guðmundur og Eiríkur verði í vinnuhópnum ásamt sveitarstjóra.

2. Gjöf í tilefni af 100 ára afmælis ungmennafélagsins Æskunnar.
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að gefa ungmennafélaginu Æskunni peningagjöf til kaupa á hástökksdýnu í tilefni af 100 ára afmæli ungmennafélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 500 þús. til verkefnisins. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

3. Fundir fjárlaganefndar með sveitarstjórnum.
Fjárlaganefnd býður sveitarstjórn að senda fulltrúa á sinn fund til að koma á framfæri ábendingum varðandi verkefni sem þurfa stuðning ríkisins.
Lögð voru fram drög að minnisblaði til nefndarinnar. Farið yfir minnisblað f. fund m. fjárlaganefnd. Jóni Hróa falið að klára það.

4. Fjármálaráðstefna Sambands Íslenskra sveitarfélaga 14.-15. október 2010.
Í tölvupósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 6. október er kynnt dagskrá fjármálaráðstefnu sambands íslenskra sveitarfélaga.
Guðmundur, Eiríkur og Thelma ásamt sveitarstjóra fara á ráðstefnuna.

5. Staða framkvæmda
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi framkvæmdir sveitarfélagsins. Framkvæmdir við gámaplan eru í bið á meðan bygging gámaramps er í grenndarkynningu. Fyrir liggur tilboðfrá Raftó í uppsetningu á lýsingu og rafmagnstengjum fyrir gáma á planinu. Talið barst að rafmagnshönnun svæðisins. Anna vék af fundi á meðan.Sveitarstjóra falið að kanna kostnað við að hanna svæðið með hliðsjón af tillögu rafvirkja og vinna málið áfram. Anna kom aftur inn að þessari umræðu lokinni.
Búið er að mæla fyrir jarðvegsskiptum í bílastæði við kirkjugarðinn og fá verð í verkið frá Marín ehf., sem vann fyrri áfanga verksins. Rætt var um að taka stærra svæði og skilja ekki eftir skákina milli vegar og væntanlegra bílastæða. Einnig rætt um að hækka niðurfall sem fyrir er við heimreið. Jóni Hróa falið að fá verð miðað við breyttar forsendur og ganga frá málinu. Viðbótarkostnaði sem af þessu hlýst er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Jóni Hróa er einnig falið að fá mælingu á landi sem ætlað er undir stækkun krirkjugarðsins.
Jón Hrói upplýsti að ekkert hefur heyrst frá Garðverki vegna grunnskólalóðarinnar. Honum falið að hafa samband við þá aftur.

6. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps.
Á fundi 4. fundi sveitarstjórnar þann 14. september s.l. var samþykkt að breyta föstum fundartíma sveitarstjórnar úr13:00í 13:30. Samþykkt að breyta fundartímanum.

7. Hljóðkerfi í sal Valsárskóla.
Fyrir liggur tilboð frá PA Hljóðkerfaleigu í hátalara fyrir sal Valsárskóla ásamt uppsetningu.
Jón Hrói fór yfir tilboðin sem bárust. Anna upplýsti að þorrablótsnefndin hefði samþykkt á lokafundi sínum að veita hagnaði af blótinu til hátalarakaupa f. Valsárskóla. Hagnaðurinn var lagður inn á bók. Jóni Hróa falið að skoða og ganga frá málinu við Hljóðkerfaleiguna. Viðbótarkostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

8. Byggingarleyfi vegna byggingar sumarhúss að Veigahalli 1
Á 4. fundi sveitarstjórnar þann 14. september s.l. var fjallað um afgreiðslu byggingarnefndar Eyjafjarðar á erindi Jóns Þorsteinssonar, dags. 3. ágúst 2010, um leyfi til byggingar sumarhúss að Veigahalli 1, og henni synjað staðfestingar vegna nálægðar við háspennulínu. Húsið hefur nú verið fært til innan byggingarreits þannig að staðlar um fjarlægð eru uppfylltir samkv. upplýsingum frá Byggingarfulltrúa. Á grundvelli þess samþykkir sveitarstjórn útgáfu byggingaleyfis á nýjum stað.

9. Tölvukerfi á skrisftofu.
Sveitarstjóri kynnti stöðu varðandi innleiðingu nýs launakerfis. Búið er að skrifa undir samning við Tölvumiðlun um uppfærslu á launakerfi. Vonast er til að kerfið verði innleitt fyrir næstu launakeyrslu.
Athugun á valkostum í skjalakerfum hefur leitt í ljós að OneSystems er vænlegur kostur. Jóni Hróa falið að skoða málið frekar.

10. Fundargerð 128. fundar heilbrigðisnefndar Eyjafjarðar 15. september 2010.
Sveitarstjórn samþykkir þá liði er varða Svalbarðsstrandarhrepp þ.m.t. fjárhagsáætlun Heibrigðisnefndarinnar, fundargerð að öðru leyti kynnt.

11. Fundargerð 13. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar 23. september 2010.
Lagt fram til kynningar.

12. Fundargerð 5. Fundar skólanefndar 27. september 2010.
Fundargerð samþykkt.

13. Fundargerð 1. fundar kjörstjórnar 6. október 2010.
Fundargerð samþykkt.

14. Fundargerð 3. fundar skipulagsnefndar 7. október 2010.
Liðir 2 og 3 teknir fyrir sérstaklega og samþykktir. Fundargerð samþykkt í heild. Jóni Hróa falið að halda áfram með mál Sunnihlíðar í 3. lið skv. bókun nefndarinnar.

15. Fundargerð 14. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar 7. október 2010.
Fundargerð barst ekki fyrir fundinn. Anna og Jón Hrói gerðu grein fyrir umræðum á fundinum.

16. Til kynningar:
a. Bréf Félags íslenskra safna og safnamanna dags. 20.09.2010.
Lagt fram til kynningar.
b. Tilmæli Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um ráðningar dags. 24. september 2010.
Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl.17.15