Sveitarstjórn

7. fundur 07. desember 2010

7. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 7. desember 2010, kl. 15:00 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.
Mættir voru eftirfarandi fulltrúar: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Eiríkur Hauksson, Anna Blöndal og Sandra Einarsdóttir í forföllum Thelmu Þorleifsdóttur. Sveitarstjóri sat einnig fundinn. Guðmundur Bjarnason setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2011.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2011.
Rætt um fjárhagsáætlunina, umræðu frestað til morguns 8. desember kl. 17.30, þar sem nægileg gögn liggja ekki fyrir.

2. Endurskoðun 2010.
Lagt fram bréf frá KPMG frá 20. október um ábyrgð stjórnenda og sveitarstjórnar á endurskoðun reikninga sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

3. Ákvörðun útsvars fyrir árið 2011.
Á 6. fundi sveitarstjórnar var útsvar ákvarðað 13,28% skv. núgildandi reglum um hámarksútsvar. Þar sem skrifað hefur verið undir samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga, um flutning þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna, er ljóst að heimild verður veitt til hækkunar útsvars frá 1. janúar 2011. Tilkynna þarf hækkun fyrir 15. desember.
Vegna þessa samnings er gert ráð fyrir að útsvar hækki um 1.2 prósentustig og verði því 14.48% en tekjuskattur mun lækka á móti samsvarandi. Ekki er því um auknar álögur á skattgreiðendur að ræða. Sveitarstjóra falið að tilkynna um breytinguna til réttra aðila. Álagningar prósenta er samþykkt með fyrirvara um samþykki Alþingis á frumvarpi þar að lútandi. Álagningar prósentan gæti breyst í meðförum þingsins og samþykkir sveitarstjórn að nýta hámarks útsvarsprósentu sem samþykkt verður.

4. Yfirtaka á málefnum fatlaðra.
Þau drög að samningi sem voru til umfjöllunar á 6. fundi hafa einnig verið rædd í sveitarstjórnum samstarfssveitarfélaganna. Lagðar eru til lítilsháttar breytingar á kafla um stjórn og framkvæmd samnings til að skýra merkingu hans.
Jón Hrói fór yfir breytingartillögur sem settar voru fram í samningsdrögunum. Sveitarstjórn samþykkir breytingartillögurnar og veitir sveitarstjóra heimild til að ganga frá samningnum fyrir hönd sveitarfélagsins. Samningurinn í heild kemur svo til staðfestingar á fundi sveitarstjórnar, þegar hann liggur fyrir.

5. Erindi frá Akureyrarbæ um endurskoðun þjónustusamnings vegna félagsþjónustu frá 2. desember 2010.
Akureyrarbær óskar eftir endurskoðun samnings um ráðgjafaþjónustu á sviði félagsmála, þar sem farið yrði yfir viðmið um kostnaðarskiptingu.
Farið var yfir tölur þjónustusamningsins. Sveitarstjórn samþykkir að fara í endurskoðun á samningum.

6. Sorpförgun og flutningur á sorpi til Sölvabakka.
Umræður um stöðu mála. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðum um flutningana á fundi sveitarstjóra á svæðinu í síðustu viku. Sveitarstjóra falið að leita tilboða. Sandra Einardóttir tók ekki þátt umræðum og afgreiðslu þessa liðar.

7. Beiðni um nafnabreytingu á lóð 205175 út úr landi Sunnuhlíðar frá 5. október 2010.
Eigendur óska eftir að lóðin fái nafnið “Háahlíð” í opinberum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

8. Beiðni um nafnabreytingu á lóð 219645 út úr landi Sunnuhlíðar frá 5. október 2010.
Eigendur óska eftir að lóðin fái nafnið “Háimelur” í opinberum gögnum.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

9. Umsókn um stækkun kirkjulóðar og beiðni um umsögn um töku lands úr landi Svalbarðs úr landbúnaðarnotum, vegna stækkunar kirkjulóðar og kirkjugarðs, samkv. skipulagsuppdrætti dags. 07.12.2010 gerðum af Búgarði.
Guðmundur Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Um er að ræða tvær spildur önnur 3177fm og hin 3361fm skv. uppdrætti. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að spildurnar séu teknar úr landbúnaðarnotum. Stimplaður uppdráttur fylgir frumriti fundargerðar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að ganga til samninga við landeigendur um kaup á 3177fm spildunni, undir stækkun kirkjugarðsins.

10. Styrkbeiðni frá UMSE frá 9. nóvember 2010.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum áður en erindið verður afgreitt. Frestað til næsta fundar.

11. Beiðni um styrk vegna Snorraverkefnisins frá 8. nóvember 2010
Stjórn Snorrasjóðs óskar eftir styrk vegna komu vesturíslenskra ungmenna til landsins sumarið 2011.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

12. Styrkbeiðni frá Rauða krossinum.
Styrkbeiðni vegna jólaaðstoðar Rauða krossins.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

13. Fundargerð 218. fundar Eyþings, 26. október 2010.
Fundargerð kynnt.

14. Fundargerð 130. fundar heilbrigðisnefndar Eyjafjarðar frá 10. nóvember 2010.
Fundargerð kynnt.

15. Fundargerð 1. fundar bókasafnsnefndar frá 22. nóvember 2010.
Fundargerð samþykkt.

16. Fundargerð haustfundar framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar frá 29. nóvember 2010.
Fundargerð kynnt og samþykkt. Einnig var lögð fram rekstraráætlun fyrir embættið. Farið var yfir helstu tölur.

17. Lagt fram til kynningar:

a. Bréf frá Umhverfisráðuneyti, dags. 24. nóvember 2010, um rusl á ströndum og vinnu við hreinsun þeirra.
Lagt fram til kynningar.
b. Yfirlit um aðflutta og brottflutta í Svalbarðsstrandarhreppi frá 30. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
c. Fundargerð 154. fundar stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands frá 8. nóvember 2010.
Lögð fram til kynningar.

Fleira var ekki fært til bókar og fundi frestað kl.17.20

Fundi var fram haldið 08.12.2010 kl.17.30. Tekinn var fyrir að nýju 1.liður í dagskrá fundar fjárhagsáætlun 2011.

1. Fjárhagsáætlun 2011 fyrri umræða.
Farið yfir helstu tölur fjárhagsáætlunar. Vísað til annarrar umræðu.

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl.20.25