Sveitarstjórn

8. fundur 21. desember 2010

Fundargerð:
8. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 21. desember 2010 kl. 13:30 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.

Fundarmenn: Guðmundur Stefán Bjarnason, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Telma Þorleifsdóttir, Helga Kvam og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2011, síðari umræða.
Eftirfarandi breytingar verða á gjaldskrám:

  2010 2011
Fasteignaskattur O 0,00% 0,00%
Fasteignaskattur A 0,35% 0,385%
Fasteignaskattur C 1,00% 1,20%
Fasteignaskattur B 1,32% 1,32%
Lóðaleiga 1,50% 2,00%
Fráveitugjald 0,19% 0,19%
Rotþróargjald íb. 11.000 Skv. gjaldskrá
Rotþróargjald frístundahús 8.350 Skv. gjaldskrá
Sorpgjald íb. 20.000 30.000
Sorpgjald frístundahús 6.000 10.000
Sorpgjald stærri býli 10.000 18.000
Sorpgjald minni býli 5.000 10.000


Afsláttarreglur og tekjumörk afslátta fasteignagjalda eru óbreytt.

Tekjur aðalsjóðs eru áætlaðar 202.093 þúsund kr.*
Þar af útsvar 103.845 þúsund kr.
Þar af fasteignaskattur 19.200 þúsund kr.*
Framlög jöfnunarsjóðs 59.953 þúsund kr.
Aðrar tekjur samstæðureiknings 23.407 þúsund kr.
Tekjur samstæðureiknings samtals 204.095 þúsund kr.
Gjöld samstæðureiknings samtals 220.723 þúsund kr.
Fjármagnsliðir samstæðu eru jákvæðir um 8.121 þúsund kr.
Afkoma er því neikvæð um 8.507 þúsund kr.
Gert er ráð fyrir fjárfestingum 20.000 þúsund kr.
Fjárfesting í eignarhlutum í félögum 1.460 þúsund kr.*
Gert er ráð fyrir uppgreiðslu lána að fjárhæð kr. 16.500 þúsund kr.

Síðari umræðu er lokið. Áætlun samþykkt.
Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til stjórnenda stofnana sveitarfélagsins að gæta ítrasta aðhalds í rekstri í ljósi minnkandi tekna þess.
Samþykkt að setja lokadagsetningu á styrkumsóknir þannig að þær þurfi framvegis að berast fyrir 1. nóvember ár hvert, einnig að félagasamtök og félög skuli senda inn ársskýrslu með umsóknum og greinagerð um hvernig styrkjum var ráðstafað ásamt áætlun næsta árs.
Samþykkt að halda gjaldfrjálsum skólamáltíðum óbreyttum í grunn- og leikskóla a.m.k. út þetta skólaár. Frístundakort verður óbreytt áfram.
Sveitarstjórn samþykkir að taka upp gjaldtöku fyrir sorpförgun frá fyrirtækjum. Sveitarstjóra falið að útfæra tillögu að reglum varðandi hana.

2. Drög að samningi um myndun þjónustusvæðis í Eyjafirði.
Lögð fram drög að samningi um myndun sameiginlegs þjónustusvæðis við fatlaða í Eyjafirði vegna yfirfærslu málefna þeirra frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarstjóra veitt umboð til að skrifa undir samninginn.

3. Fundargerð 16. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag í Eyjafirði frá 29. nóvember 2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar og samþykkt.

4. Fundargerð 131. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 1. desember 2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð jólafundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 15. desember 2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar og samþykkt.

6. Borist hefur beiðni um styrk frá foreldrafélagi Valsárskóla til niðurgreiðslu á verði skólabúninga.
Málið tekið á dagskrá með öllum greiddum atkvæðum.
Sveitarstjórn hefur ákveðið framlag til foreldrafélagsins fyrir árið 2011 100.000,-kr og er um að ræða hækkun á framlagi um 25.000,- kr. frá fyrra ári.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.17.50

 

*Fundargerð á vef leiðrétt til samræmis við undirritaða fundargerð 15. febrúar 2011.