Sveitarstjórn

9. fundur 11. janúar 2011
Fundargerð:
9. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 11. janúar 2011, kl. 13:30 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.
Fundarmenn: Guðmundur Stefán Bjarnason, Anna Fr. Blöndal, Helga Kvam, Eiríkur Hauksson og Telma Þorleifsdóttir. Fundinn sat einnig Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.
Anna Fr. Blöndal ritar fundargerð.

Dagskrá:

1. Þriggja ára áætlun 2011-2013, fyrri umræða.
Lögð fram drög að þriggja ára áætlun og rætt um væntingar um þróun tekna og útgjalda, framkvæmdir o.þ.h. Meðan verið er að ná niður halla er reiknað með draga úr framkvæmdum eins og kostur er. Stefnt er að hallalausum rekstri árið 2013. Áætluninni vísað til annarrar umræðu.

2. Greinargerð með fjárhagsáætlun 2011.
Lögð fram drög að greinargerð með fjárhagsáætlun vegna þess halla sem reiknað er með á árinu. Rætt um drögin og þau samþykkt.

3. Drög að auglýsingu um gjaldskrá sorphirðu fyrir 2011 og umsögn HNE.
Lögð fram drög að auglýsingu um gjaldskrá fyrir sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi 2011, til birtingar í B-deild stjórnartíðinda, ásamt umsögn HNE. Gerðar lítilsháttar breytingar og gjaldskrá samþykkt.

4. Áskorun velferðarráðherra um hækkun fjárhagsaðstoðar frá 3. janúar 2011.
Ákveðið að leita upplýsinga um viðbrögð nágrannasveitarfélaganna. Sveitarstjóra falið að afla þeirra.

5. Lagt fram til kynningar:
a) Samningur um myndun sameiginlegs þjónustusvæðis vegna þjónustu við fatlaða frá 22. desember 2010.
b) Staða mála varðandi úrgangslosun í Svalbarðsstrandarhreppi.
Jón Hrói fór yfir stöðu mála varðandi sorp til urðunar. Flokkun er enn að taka við sorpi og er að leita eftir framlenginu fram í febrúar. Ekki er búið að hnýta alla lausa enda ennþá.
c) Tilkynning um að nýtt innanríkisráðuneyti sé tekið til starfa frá 30. desember 2010.
d) Ályktun Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla frá 9. desember 2010.
e) Bréf Varasjóðs húsnæðismála frá 21. desember 2010 um samkomulag um þátttöku í uppgreiðslu lána.
f) Bréf Sambands íslenskara sveitarfélaga um verkfallslista frá 20. desember 2010.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.16.15