Sveitarstjórn

10. fundur 08. febrúar 2011

Fundargerð:
10. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 8. febrúar 2011, kl. 13:30 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.

Dagskrá:

1. Þriggja ára áætlun 2012-2014, síðari umræða.
Reiknað er með aðhallalausum rekstri verði náð árið2013. Jón Hrói gerði grein fyrir breytingum frá síðustu umræðum. Áætlunin rædd, borin upp og samþykkt. Rekstraryfirlit undirritað fylgir fundargerð og Þriggja ára áætlum 2012 – 2014 verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

2. Niðurstöður álagningar fasteignagjalda 2011.
Jón Hrói fór yfir helstu tölur. Einhverjar breytingar eiga eftir að verða á tölunum þegar allar upplýsingar eru komnar inn.

3. Tilnefning fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra.
Eva Hilmarsdóttir hefur verið tilnefnd sem fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps í þjónustuhópi aldraðra og Fjóla V. Stefánsdóttir sem varamaður hennar. Samþykkt.

4. Tillaga að aðalskipulagi Grýtubakkahrepps til umsagnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomna aðalskipulagstillögu.

5. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar til umsagnar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomnar tillögur að breytingum á Aðalskipulagi.

6. Þingmál til umsagnar.

a. Þskj. 401 - 334. mál. Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við þingsályktunina.

b. Þskj. 123 - 114. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingu laganna.

c. Þskj. 239 - 214. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999.
Sveitarstjóra er falið að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpið varðandi hjúkrunar- og dvalarrými vegna áætlana um útrýmingu fjölbýla, að gera þurfi ráð fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleirbýli ef þess er óskað t.d. hjónum eða sambúðarfólki.

d. Þskj. 487 - 377. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
Sveitarsjórn gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

7. Lagt fram til kynningar:

a. Fundargerð 219. fundar stjórnar Eyþings frá 14. desember 2010.

b. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 14. janúar 2011 um áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda.

c. Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til kynningar á rannsókninni „Ungt fólk“ frá 20. janúar 2011.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.16.30

[Á fundinum voru allir aðalmenn, auk sveitarstjóra. Anna Fr. Blöndal ritaði fundargerð]